Parque Santiago er mjög góð 3ja stjörnu íbúðagisting á besta stað á Playa de las Americas ströndinni. Þetta íbúðahótel er eitt eftirsóttasta hótel Tenerife. Hótelið er byggt í skemmtilegum spænskum stíl og í miðjunni er frábær sundlaugargarður. Mjög fjölskylduvænt hótel á besta stað. Farþegar geta lent í annaðhvort Parque Santiago 3 eða IV.
GISTING
Snyrtilegar íbúðir með einu svefnherbergi eða tveimur. Þær eru ýmist á einni eða tveimur hæðum. Í íbúðunum er eldhús, baðherbergi, stofa með svefnsófa og hægt er að leigja öryggishólf og viftur. Athugið að ekki eru lyftur í öllum byggingum.
AÐSTAÐA
Hótelgarðurinn er að öllum líkindum einn sá stærsti sem finnst á svæðinu og er bæði mjög fallega hannaður og vel búinn. Í hjarta garðsins er 10.000 fermetra sundlaug auk minni lauga og mjög stórri sólbaðsaðstöðu. Börn í fylgd með fullorðnum hafa aðgang að báðum sundlauga görðunum hvort heldur er Parque Santiago 3 eða IV. Gestir geta keypt aðgang að þráðlausu interneti.
VEITINGAR
Á hótelinu eru átta veitingastaðir þar á meðal spænskur, ítalskur, kínverskur og alþjóðlegur veitingastaður. Einnig eru barir og kaffihús sem bjóða upp á léttan mat, framandi kokteila eða lifandi tónlist og skemmtiatriði.
FYRIR BÖRNIN
Frábært hótel fyrir fjölskyldur með börn. Í garðinum er nýlegt leiksvæði fyrir börn. Þar er að finna 7 vatnsrennibrautir ásamt ótal leiktækja.
STAÐSETNING
Skemmti- og veitingastaðir í öllum regnbogans litum og alþjóðlegar verslanir með ótrúlega fjölbreytt vöruúrval gera hótelið að eftirsóttum stað fyrir þá sem vilja vera í rólegheitum við strönd en jafnframt í göngufæri við iðandi mannlíf.
AÐBÚNAÐUR Á PARQUE SANTIAGO
Íbúðir
Svalir
Lítið eldhús
Baðherbergi
Svefnsófi
Stór sundlaug
Leiktæki
Veitingastaðir
Sundlaugarbar
Lyftur(ekki í öllum byggingum)
Vatnsrennibrautir
ATH
Leikvöllur fyrir börn verður lokaður á Parque Santiago III tímabilið 06. - 24.mar23 vegna viðhalds.
Upplýsingar
Urb Santiago Avda. Litoral s/n Playa del las Americas
Kort