Pineda de Mar

Golden Taurus Aquapart Resort er 4* hótel við ströndina Pineda de Mar. Góð þjónusta sem gerir fjölskyldufríið einstakt. Krakkaklúbburinn er með afþreyingu fyrir hressa krakka á öllum aldri. 

Pineda de Mar er rólegt og fallegt svæði á Costa Brava ströndinni og hentar vel fyrir þá sem vilja hafa það rólegt í fríinu sínu. ATH að enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.

GISTING

Á herbergjum eru baðherbergi með hárþurrku, loftræsting, sími, gervihnattasjónvarp, öryggishólf (gegn gjaldi), ísskápur og svalir með húsgögnum. Tvíbýlin eru þægileg og björt með helstu þægindum, þau rúma allt að þrjá einstaklinga. Fjölskylduherbergin rúma allt að fimm einstaklinga, þau eru með tveimur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Þar er eitt tvíbreytt rúm og þrjú einbreið rúm. 

AÐSTAÐA

Stór og fín sólbaðsaðstaða, fimm útisundlaugar og ein upphituð innisundlaug og flottur garður. Hótelið er með stóran vatnsrennibrautagarð sem er opinn alla daga. Þar eru alls sex rennibrautir. Ýmis skemmtun fyrir börn og fullorðna. Íþróttavöllur, hjólaleiga, bogfimi, blak, körfubolti, fótbolti og fleira. Starfsmenn hótelsins setja upp skemmtilega dagskrá sem er frá morgni til kvölds. Á kvöldin eru skemmtisýningar sem höfða til allra aldurshópa. 

VEITINGASTAÐIR

Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður sem er með úrval heitra og kaldra rétta. Þar er hægt að fá morgun, - hádegis, og kvöldverð. Snack Torito Bar er með ýmist snarl, samlokur, sallöt, ís og fl. Á hótelinu eru fimm aðrir barir, La Habana bar er lounge bar með lifandi tónlist, Coco's bar er við sundlaugina - þar er hægt að fá ís. Pergola Bar er með ýmsa drykki og ís. Ambigú bar er með skemmtiatriði daglega. Hægt er að fá hálft fæði eða "allt innifalið" 

FYRIR BÖRNIN

Stórskemmtilegur vatnsrennibrautargarður, leikvöllur, leikjaherbergi og Miniclub - krakkaklúbbur með leikjum, krakkadiskó og ýmsum leikjum. 

STAÐSETNING

Hótelið er við Pineda de Mar ströndina og 40 mínútum frá Barcelona.

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.
 
ATH
Frá1 nóvember 2012 var settur sérstakur gistiskattur á allar hótelgistingar í Katalóníu. Farþegar þurfa að greiða þetta gjald beint til hótelsins. Enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.

 

Upplýsingar

Passeig Marítim, 33, 08397 Pineda de Mar, Barcelona, Spánn

Kort