Blanes

Beverly Park & Spa er 4* hótel staðsett á Costa Brava í bænum Blanes. Notalegur sundlaugagarður með fínni sólbaðsaðstöðu.

Blanes er rólegt og fallegt svæði á Costa Brava ströndinni og hentar vel fyrir þá sem vilja hafa það rólegt í fríinu sínu. ATH að enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.

GISTING 

Boðið er upp á fjölskylduherbergi og tvíbýli. Herbergin eru notaleg en fjölskylduherbergið býður upp á 1 svefnherbergi og svefnsófa í stofunni, svalir, loftkælingu, hárþurrku, sjónvarp og wi-fi. Tvíbýlin eru með loftkælingu, wi-fi, sjónvarpi, hárþurrku, síma og svölum eða verönd. Hægt er að leigja öryggishólf gegn aukagjaldi.

AÐSTAÐA 

Fínn sundlaugargarður með sólbaðsaðstöðu. Aðeins eru 200 metrar í S'Abanell ströndina. Hótelið býður upp á leikvöll og afþreyingu fyrir þau yngstu.

AFÞREYING

Hótelið er með svo kallað „chill out“ svæði en þar eru notalegir sófar sem hægt er að slaka á í.  Á hótelinu er líkamsrækt og SPA en þar er upphitið sundlaug, sauna, gufa og nuddpottur svo eitthvað megi nefna. Þeir sem hafa áhuga á tennis geta æft sig á tennisvelli hótelsins.

FYRIR BÖRNIN

Leikvöllur er fyrir börnin ásamt afþreyingu.

VEITINGASTAÐIR

Veitingastaður hótelsins býður upp á lókal matseðil blandaðan í alþjóðlegan matseðil með þema kvöldum. 

STAÐSETNING

Hótelið er staðsett aðeins 200 metrum frá S'Abanell ströndinni. Um klukkutíma og 10 min tekur að keyra frá flugvellinum í Barcelona.

AÐBÚNAÐUR 

Útisundlaug 

Heilsulind

Leikvöllur

Sólbaðsaðstaða

Veitingastaður 

Loftkæling

Svalir/verönd

Öryggishólf (gegn gjaldi)

Baðherbergi

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.


ATH:   
Frá1 nóvember 2012 var settur sérstakur gistiskattur á allar hótelgistingar í Katalóníu.  Farþegar þurfa að greiða þetta gjald beint til hótelsins.  Enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.

Upplýsingar

Carrer de Mercè Rodoreda, 7, 17300 Blanes, Girona, Spánn

Kort