Marmaris

Lalila Blue Suites er nýtískulegt og bjart hótel í Marmaris. 

GISTING

Herbergin eru með svalir með útsýni yfir borgina og sundlaugina. Á herbergjum er sími, sjónvarp, öryggishólf, loftræsting, sturta, hárþurrka, minibar, teketill, WiFi og baðherbergi. 

AÐSTAÐA

Bjart, nýtískulegt og fallegt hótel. Heilsulindin er með Hamam, saunu og líkamsrækt. Þar er einnig hægt að fá nudd. 
Sundlaugarsvæðið er stórt og með góða aðstöðu til sólbaða. Á hótelinu eru lyftur. Leikjaherbergi og leikvöllur fyrir krakka. 

VEITINGASTAÐIR

Veitingastaðurinn Lalila Blue Suites er með a la carte seðil. Einnig er bar og gestir geta fengið sér drykk á veröndinni. Við sundlaugina er snarlbar. 

FYRIR BÖRNIN

Stórt sundlaugarsvæði, leikjaherbergi og leikvöllur. 

STAÐSETNING

Hótelið er 50 metrum frá strönd, stórmarkaður hinu megin við götuna. 

AÐBÚNAÐUR Á LALILA BLUE SUITES

Allt innifalið

Tvíbýli

Loftkæling

Sjónvarp

Sími

Öryggishólf

Svalir eða verönd

Wifi

Sundlaug

Sólbaðsaðstaða

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 

Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.

Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

 

Upplýsingar

Siteler Mah. Kemal Seyfettin Elgin Bul. No:73/2 Marmaris Tyrkaland

Kort