Costa Adeje

Hótelið er fjölskylduvænt, með góða aðstöðu fyrir fullorðna og börn. Hótelið er í 10 km fjarlægð frá Costa Adeje. Á hótelinu er allt innifalið. 

Herbergi
Á hótelinu eru alls 513 herbergi. Herbergin eru björt og snyrtileg með loftræstingu, viftu, sjónvarpi, öryggishólfi, minibar, svalir eða verönd, wifi og baðherbergi með hárþurrku og snyrtivörum. 
Tvíbýlin rúma allt að þrjá fullorðna, eða tvo fullorðna og eit barn.
Junior svíturnar rúma allt að þrjá fullorðna eða tvo fullorðna og tvö börn. Í svítunum er stofa, svefnsófi og nuddpottur á baðherbergi. 

Aðstaða:

Á hótelinu er allt innifalið, morgun -, hádegis -, og kvöldverðir og innlendir drykkir. 
í sundlaugargarðinum eru þrjár laugar, ein laugin er svokölluð infinity sundlaug, með góðu útsýni yfir hafið. Ein barnalaug er í garðinum. 
Á heilsulindinni getur þú endurnært líkama og sál. Þar er hægt að fá ýmis konar nudd meðferðir, fara í nuddpott, andlitsmeðferð, hand - og fótsnyrtingu, hárgreiðslu og margt fleira. 
Krakkaklúbbur fyrir börnin með leikjum, skemmtunum og sýningum. Á kvöldin er skemmtidagskrá. 
Golfvöllur er innan við 3 km. frá hótelinu. Í 6 km. fjarlægð er Aqualand vatnagarðurinn, með höfrungasýningum, öldulaug og alls konar rennibrautir.
Einnig er líkamsræktarðaðstaða, borðtennisborð, tennisvöllur og leikvöllur fyrir börnin. 

Veitingar:
Á hótelinu eru tveir hlaðborðsveitingastaðir, fjórir a la carte veitingastaðir og þrír barir.
Mirador Restaurant er hlaðborð með alþjóðlega rétti,
Sundlaugar veitingastaðurinn er einnig með alþjóðlega rétti, hægt er að njóta matar og drykkja við sundlaugina. 
Al a carte veitingastaðirnir eru með mismunandi áherslur, ítalska, brasilíska, asíka og mexíkóska rétti. 
Einnig er sundlaugarbar og barir á hótelinu sjálfu. 

Upplýsingar

Calle Idafe, s/n, 38670 Adeje, Santa Cruz de Tenerife, Spánn

Kort