Lloret de Mar

Hótel Gran Garbi Mar er einfalt 3 stjörnu hótel í Lloret de Mar og er staðsett aðeins 300 metrum frá ströndinni. Gestir hafa aðgang að vatnsrennibrautagarði í sundlaugargarðinum, vatnsrennibrautagarðurinn er opinn frá 1. júní - 15. september 2019. Hægt er að velja um morgunverð, hálft fæði, fullt fæði eða allt innifalið. Hótel Gran Garbi Mar og hótel Gran Garbi eru staðsett sitt hvorumegin við götuna svo að bæði hótelin notast við sömu aðstöðuna og veitingaaðstöðuna á Gran Garbi ásamt vatnsrennibrautagarðinum. Gestir Gran Garbi Mar geta borðað morgunverðinn á hótelinu en hádegis- og kvöldverður fer fram á Gran Garbi. ATH að enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.

GISTING 

Einföld tvíbýli með því helsta s.s. baðherbergi, loftkæling (frá 15. júní - 15. september), verönd eða svölum, sjónvarp, og sími. Hægt er að leigja öryggishólf á herbergi. 

AÐSTAÐA 

Fín sólbaðsaðstaða í garðinum með sundlaug en gestir hafa aðgang að innisundlauginni á hótel Gran Garbi. Veitingaaðstaðan er á Gran Garbi en þar er útisvæði þar sem gott er að njóta veðurblíðunnar. Vatnsrennibrautagarðurinn er opinn frá 1. júní - 15. september 2019. Wifi aðgangur er á hótelinu og er frítt wifi í móttöku og almennum rímum á hótelinu. 

AFÞREYING

Á hótelinu er skemmtidagskrá nokkrum sinnum í viku ásamt krakkaklúbbi fyrir 3-12 ára börn. Krakkaklúbburinn er opinn frá seinni part júní fram í miðjan september. 

VEITINGASTAÐIR


Morgunverður er framreiddur á Gran Garbi Mar, en hádegisverður og kvöldverður á systurhótelinu Gran Garbi, 300 metrum frá Gran Garbi Mar. Drykkir og snarl yfir daginn eru á Gran Garbi og 
aðeins drykkir á sundlaugarbarnum við Gran Garbi Mar.

FYRIR BÖRNIN 

Hótelið er fjölskylduvænt og býður upp á krakkaklúbb fyrir 3-12 ára börn og afþreyingu fyrir börnin. Krakkaklúbburinn er opinn frá seinni part júní fram í miðjan september. 

STAÐSETNING

Hótelið er vel staðsett um 300 metrum frá ströndinni í Lloret de Mar. Um klukkustund og 10 min tekur að keyra frá flugvellinum í Barcelona og á hótelið.

AÐBÚNAÐUR Á GRAN GARBI MAR HOTEL

Útisundlaug 

Sólbaðsaðstaða

Morgunverður/hálft fæði/fullt fæði/allt innifalið (á Gran Grabi)

Skemmtidagskrá (á Gran Grabi)

Loftkæling (frá 15. júní - 15. september)

Hárþurrka

Sjónvarp

Sími

Svalir eða verönd

Öryggishólf (gegn gjaldi)

Baðherbergi

Ískápur

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.
 
ATH: Sérstakur gistiskattur er á allar hótelgistingar í Katalóníu. Farþegar þurfa að greiða þetta gjald beint til hótelsins við komu. Enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.

Upplýsingar

17310 Lloret de Mar Girona, España

Kort