Santa Susana

Hótel Caprici Verd er gott 4 stjörnu hótel staðsett í Santa Susanna. Ströndin er í aðeins 2 min göngufjarlægð og einnig er stutt í aðalgötuna í bænum. Hótelið er tilvalið fyrir fjölskyldur en það býður upp á alls kyns afþreyingu fyrir börn og fullorðna.

Santa Susana er rólegt og fallegt svæði á Costa Brava ströndinni og hentar vel fyrir þá sem vilja hafa það rólegt í fríinu sínu. ATH að enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.

GISTING 

Einföld tvíbýli með öllu því helsta, loftkælingu, svölum, sjónvarpi, litlum ísskáp, öryggishólfi og hárþurrku.

AÐSTAÐA

Fín sólbaðsaðstaða í garðinum með sundlaug, barnalaug og innilaug. Á hótelinu má finna líkamsrækt, krakkaklúbb, skemmtidagskrá, leikjaherbergi og fleira. Frítt wifi er á hótelinu, hægt er að nýta sér þvottaþjónustu hótelsins og einnig er hraðbanki á hótelinu.

AFÞREYING

Krakkaklúbbur, leikjaherbergi, skemmtidagskrá, billiard, borðtennis fótboltaspil, borðleikur og mikil gleði. Á sumrin er mikið um að vera í garðinum fyrir allan aldur bæði á daginn og kvöldin.

VEITINGASTAÐIR

Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður en gestir geta valið um allt innifalið, fullt fæði, hálft fæði eða morgunverð.

FYRIR BÖRNIN 

Krakkaklúbbur, leikjaherbergi, skemmtidagskrá, billiard, borðtennis fótboltaspil, borðleikur og mikil gleði. Á sumrin er mikið um að vera í garðinum fyrir börnin.

STAÐSETNING 

Vel staðsett gisting í Santa Susanna, stutt í ströndina og aðalgöruna. Um einn og hálfan tíma tekur að keyra frá flugvellinum í Barcelona og á hótelið.

AÐBÚNAÐUR Á CAPRICI VERD

Tvíbýli

Loftkæling

Sjónvarp

Ísskápur

Hárþurrka

Sími

Svalir

Sundlaug

Barnalauf

Krakkaklúbbur

Sólbaðsaðstaða

Skemmtidagskrá

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 

Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.

Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

ATH
Sérstakur gistiskattur er á öllum hótelgistingar í Katalóníu. Farþegar þurfa að greiða þetta gjald beint til hótelsins. Enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.

 

Upplýsingar

Carrer del Pla de la Torre, 3, 08398 Santa Susanna, Barcelona, Spánn

Kort