Calella

Hótelið sameinar skemmtun, menningu og slökun. Vel staðsett, rétt hjá strönd og stutt í verslunargötu. Góð aðstaða fyrir börn, skemmtidagskrá, krakkaklúbbur, minidisko og alls konar fjör. 
Góð aðstaða til sólbaða, veitingastaðir, gott úrval afþreyinga og þægileg herbergi. Hótelið hentar pörum, vinum og fjölskyldum. 

Calella er rólegt og fallegt svæði á Costa Brava ströndinni og hentar vel fyrir þá sem vilja hafa það rólegt í fríinu sínu. ATH að enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.

GISTING

Á öllum herbergjum er loftræsting, svefnsófi, sjónvarp, svalir eða verönd, frítt wifi, sími, öryggishólf, eldhúskrókur með ísskáp, örbylgjuofni og helsta eldhúsbúnaði. Einnig er baðherbergi með hárþurrku, baðkari og helstu snyrtivörum. Herbergin eru þrifin daglega (nema eldhúsið).

Junior og junior superior svíturnar eru með sundlaugarsýn. Öll fjölskylduherbergi snúa að bænum. 
Junior svíturnar eru 40 fm. með tveimur einbreiðum rúmum og svefnsófa)
Junior Superior svíturnar eru 30 fm. en með stórum svölum og tvo sólbaðsstóla. 
Fjölskylduherbergi með einu svefnherbergi er 35 fm. með hjónaherbergi og tvöföldum svefnsófa. 
Fjölskylduherbergi með tveimur svefnherbergjum er 45 fm. með tveimur tvíbreiðum rúmum og svefnsófa. 

AÐSTAÐA

Á hótelinu er sundlaug fyrir fullorðna og börn, góð sólbaðsaðstaða, setustofa, snakk bar, veitingastaður, bbq grill, bar, hjólaleiga og skemmtidagskrá fyrir alla aldurshópa. Við ströndina er strandbar sem er þér innan handar ef þú vilt stunda vatnaíþróttir, göngur, hjólreiðar og fleira. 

AFÞREYING

Hótelið er rétt hjá strönd, þar er hægt að njóta sólarinnar eða taka þátt í ýmissi afþreyingu. Á hótelinu er pool borð, skemmtidagskrá, líkamsrækt, hjólaleiga og fleira. 

VEITINGASTAÐIR

Hlaðborðsveitingastaður, veitingastaður með al a carte, bar og snarlbar á hótelinu. 

FYRIR BÖRNIN

Á hótelinu er leikvöllur og sundlaug fyrir börnin. Einnig er andlitsmálning, krakkaklúbbur og skemmtisýningar. 

STAÐSETNING

Staðsett í hjarta bæjarins Calella og rétt hjá strönd. Er í 50 km fjarlægð frá Barcelona og 40 km frá Girona. Tveggja mínútna göngufjarlægð frá strönd og rétt við verslunargötu. 

AÐBÚNAÐUR Á MIAMI PARK

Sundlaugar

 

Garður

 

Verönd

 

Stutt í ströndina

 

Líkamsrækt

 

Leikvöllur fyrir börn

 

Skemmtikraftar

 

Krakkaklúbbur

 

Kvöldskemmtanir

 

Veitingastaður

 

Bar

 

Sólarhringsmóttaka

 

Farangursgeymsla

 

Þvottahús

 

Dagleg þrif

 

Hárgreiðslustofa/snyrtistofa

 

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 
ATH: Sérstakur gistiskattur er á allar hótelgistingar í Katalóníu. Farþegar þurfa að greiða þetta gjald beint til hótelsins við komu. Enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.

 

Upplýsingar

Carrer de Monturiol, 34, 08370 Calella, Barcelona, Spánn

Kort