Costa Adeje

Hard Rock Hotel á Tenerife er flott 5 stjörnu lúxus hótel staðsett við sjávarsíðuna í Costa Adeje í um 20 mínútna akstursfjarlægð frá Playa de las Americas. Frábær þjónusta og góð skemmtidagskrá, sex veitingastaðir og barir. Á hótelinu eru þrjár sundlaugar, líkamsrækt og heilsulind.

GISTING

Herbergin eru rúmgóð og smekklega hönnuð með svölum eða verönd. Sjónvarp, öryggishólf, hárþurrka, loftkæling og ketill fylgja öllum herbergjum ásamt öðrum þægindum. Herbergin eru rúmgóð og innréttuð í viðarstíl og glans svörtu, flott baðherbergi og svefnherbergi. Hægt er að velja á millli Deluxe tvíbýli gold eða silver og studio svítu gold eða silver.

AÐSTAÐA

Á hótelinu eru þrjár sundlaugar, líkamsrækt og heilsulind. Þá eru nokkrir frábærir veitingastaðir, Hard Rock verslun og ekki má gleyma barna- og táningaklúbbnum. Heilsulind hótelsins (the Rock Spa) svíkur engann en þar er litil laug, sauna, gufa, útisundlaug, slökunarrými og fleira. Þar er hægt að fá fjölmargar tegundir af nuddi, andlitsmeðferðum, fót - og handsnyrtingu og margt fleira. 

VEITINGASTAÐIR

Á hótelinu er alls 6 veitingastaðir og barir. Montauk er flott steikhús með gæða nautasteikur. The Beach Club er með gómsætan Al a Carte matseðil með úrval rétta. Narumi er með Asian Fusion matargerð, grilluð sjávarfang, tempura, sushi og sashimi og fleiri góðgæti. Aliole er með miðjarðarhafs matargerð og klassíka spænka rétti á matseðli. Sessions er morgunverðarhlaðborð opið frá 7:30-11:00 og er með flott útsýni yfir sundlaugina. 

FYRIR BÖRNIN

Á hótelinu er barna- og táningaklúbbur og glæsilegt leikjaherbergi.

STAÐSETNING

Hard Rock Hotel Tenerife er staðsett í Playa Paraiso, sem er lítill bær vestan meginn á eyjunni og í um 20 mínútna akstri frá Costa Adeje og Playa de Las Americas. 

AÐBÚNAÐUR Á HARD ROCK HOTEL

Delux herbergi / Junior svítur

Þrjár sundlaugar

Líkamsrækt

Heilsulind

Veitingastaðir

Hard Rock verslun

Barna- og táningaklúbbur

Sjónvarp

Ketill

Öryggishólf

Hárþurrka

Loftkæling

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

 

Upplýsingar

Avenida Adeje, 300, 38670 Adeje, Santa Cruz de Tenerife, Spain

Kort