Alicante

El Plantio Golf Resort er vinsælt 4 stjörnu golfhótel staðsett í um 10 min fjarlægð frá Alicante flugvelli. Stutt í Benidorm, Albir og fleiri staði. Vel útbúnar íbúðir með tveimur svefnherbergjum. Sundlaugar, sólbaðsaðstaða og veitingastaður. Flottir golfvellir og æfingaaðstaða.

GISTING 

Íbúðirnar eru með tveimur svefnherbergjum og eru 104 fermetrar útbúnar öllu því helsta. Þar má finna eldhús, baðherbergi, hárþurrku, stofu, borðstofu, loftkælingu, sjónvarp, þvottavél og þurrkara. Svalir eða verönd fylgja hverri íbúð.

AÐSTAÐA 

Á svæðinu eru tveir garðar með sundlaug og sólabaðsaðstöðu. Einnig er líkamsrækt, fótboltavöllur og aðstaða fyrir borðtennis og fleira. 

AFÞREYING

Nóg fyrir stafni fyrir golfara en einnig má finna líkamsrækt, fótboltavöll og fleira. Alicante er í seilingar fjarlægð og tekir innan við klukkustund að fara til Benidorm, Albir, Altea og Calpe með bíl.

VEITINGAR

Veitingastaður hótelsins býður upp á úrval miðjarðarhafsrétta og því ættu allir að geta fundið máltíð að sínu skapi. Í klúbbhúsinu er hægt að panta sér snarl, samlokur og smárétti. 

STAÐSETNING

Hótelið er staðsett í um 10 min akstursfjarlægð frá Alicante flugvelli og stutt í miðborg Alicante. Benidorm, Albir, Altea og Calpe eru í innan við klukkustundar fjarlægð.

AÐBÚNAÐUR Á EL PLANTIO GOLF RESORT 

Íbúðir með tveimur svefnherbergjum

Eldhús

Baðherbergi

Hárþurrka

Stofa

Verönd/Svalir

Golfvöllur

Æfingasvæði

Fótboltavöllur

Líkamsrækt

Sundlaug

Sólbaðsaðstaða

Klúbbhús

Veitingastaður

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og hótela á Benidorm á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með 7 daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða.

Upplýsingar

Carretera Antigua-Elche km. 3, 03114 - Alicante

Kort