Blanes

Hotel Blaucel og Hotel Blaumar eru undir sama merkinu, Blau Hotels Blanes.

Blanes er rólegt og fallegt svæði á Costa Brava ströndinni og hentar vel fyrir þá sem vilja hafa það rólegt í fríinu sínu. ATH að enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.

Gisting
Hótelið var byggt árið 2004. Á öllum herbergjum er þægilegur sófi, svalir, skrifborð, sjónvarp, sími, loftræsting og baðherbergi.  Hægt er að fá öryggishólf, mini ísskáp og Wifi gegn gjaldi. Herbergin eru þrifin daglega.

Aðstaða
Gestir hafa aðgang að alls þremur sundlaugum, innilaug, útilaug og barnalaug. 
Heilsulindin er staðsett á 7undu hæð á Blaucel hótelinu. Þar er sauna, tyrkneskt bað, nuddpottur og líkamsrækt. 

Afþreying
Á dagin er ýmis konar afþreying, og þrisvar sinnum í viku eru kvöldskemmtanir í setustofunni á Blaucel hótelinu. Billjard borð á svæðinu, kostar tvær evrur hver leikur. 

 

Veitingastaðir
Veitingastaðurinn Mediteraneo er rúmgóður og bjartur veitingastaður með hlaðborð með góðu úrvali. 
Á barnum er hægt að njóta svalandi drykkja ásamt snarli. Það er hægt að panta frá barnum og fá upp á herbergi.  

Fyrir börnin
Barnalaug, krakkaklúbbur og leikvöllur. Krakkaklúbburinn er fyrir 4-11 ára krakka, þar eru ýmsir leikir, mini disko og fleira fjör. 

Staðsetning
Playa s'Abanell er í aðeins 150 metrum frá hótelinu, og Playa Blanes er í 1,5 km frá hótelinu. Þar er hægt að stunda ýmsar vantaíþróttir. 
Stutt í Water World, Gnomo skemmtigarðinn og ýmsa veitingastaði. 

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL BLAUMAR

Svalir/verönd 

Baðherbergi

Sjónvarp 

Öryggishólf(gegn gjaldi) 

Loftkæling 

Útisundlaug 

Innisundlaug

Sólbaðsaðstaða 

Bar

Setustofa

Skemmtisýningar

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.
Enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.

Upplýsingar

Av. Vila de Madrid, 27, 31, 17300 Blanes, Girona, Spánn

Kort