Santa Susana
Fjögurra stjörnu hótel við rólegt svæði í Santa Susanna við Costa del Maresme. Tilvalið fyrir allar fjölskyldugerðir.
Santa Susanna er rólegt og fallegt svæði á Costa Brava ströndinni og hentar vel fyrir þá sem vilja hafa það rólegt í fríinu sínu. ATH að enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.
 
GISTING
Alls eru 106 herbergi á hótelinu. Í tvíbýlum hótelsins má finna svalir eða verönd, loftræstingu, baðherbergi með sturtu eða baðkari, ísskáp, sjónvarp, síma, skrifborð, öryggishólf og wifi. 
 
AÐSTAÐA
Sundlaug á þaki hótelsins og sólbaðs aðstaða. Ókeypis skutla til annara HTop hótela. 
 
AFÞREYING
Ýmis konar afþreying fyrir fullorðna á daginn og skemmtidagskrá á kvöldin. Sem dæmi má taka vatna polo, köfun, pílukast og fleira. 
 
VEITINGASTAÐUR
Kaffihús, snarlbar og veitingastaður á hótelinu. 
 
FYRIR BÖRNIN
Krakkaklúbbur fyrir 4 - 12 ára, leikvöllur og leikherbergi. 
 
AÐBÚNAÐUR Á HTOP ROYAL SUN SUITE

Tvíbýli

Sjónvarp 

Svalir/verönd 

Útisundlaug

Sólbaðsaðstaða 

Veitingastaður 

Bar 

Leikjaherbergi 

Leikvöllur fyrir börn

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.

Upplýsingar

Marina 1, s/n, 08398 Santa Susanna, Barcelona, Spánn

Kort