Blanes
Boix Mar er staðsett í Blanes, aðeins 60 metrum frá fallegri strönd s'Abanell. Stutt er í miðbæ Blanes. 
Blanes er rólegt og fallegt svæði á Costa Brava ströndinni og hentar vel fyrir þá sem vilja hafa það rólegt í fríinu sínu. ATH að enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.
 
Gisting
Björt og einföld herbergi með baðherbergi, öryggishólfi (gegn leigu), svölum, sjónvarpi, síma, hárþurrku og loftræstingu.
 
Aðstaða
Tvær sundlaugar, nuddpottur, sólbaðsaðstaða, tvær lyftur, tennisvöllur, leikjasvæði með billjiard borði og fleiru, minigolf, garður, setustofa og fleira. 
 
Afþreying
Hægt er að stunda tennis eða taka leik í billjard. Einnig er minigolf á svæðinu og leikherbergi. 
 
Veitingastaðir
Á hótelinu er hlaðborðs veitingastaður og bar. Ýmsir veitingastaðir eru í nágrenni við hótelið. 
 
Staðsetning
Boix Mar er staðsett í Blanes, aðeins 60 metrum frá fallegri strönd s'Abanell. Stutt er í miðbæ Blanes. 
10 mínútna keyrsla að görðum Marimurtra, Pinya de Rosa og Santa Clotilde. Stutt frá hótelinu eru almennings samgöngur, veitingastaðir, barir, næturklúbbar og verslanir.
 

AÐBÚNAÐUR Á BOIX MAR

Svalir/verönd 

Baðherbergi

Sjónvarp 

Loftkæling 

Útisundlaug 

Sólbaðsaðstaða 

Bar

Setustofa

 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.
Enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.

Upplýsingar

Carrer d'Enric Morera, 5, 17300 Blanes, Girona, Spánn

Kort