Lloret de Mar

Evenia Olympic Park er einstaklega fjölskylduvænt og skemmtilegt hótel staðsett í rólegu umhverfi í Lloret de Mar. ATH að enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.

Gisting

Herbergin eru björt með svölum, öryggishólfi (leiga), sjónvarpi og fataskáp. Baðherbergi með hárþurrku og snyrtivörum. Hægt er að leigja ísskáp. 

Aðstaða

Hótelsvæðið sjálft er mjög stórt, eða alls 30.000 m2. Þar er stór garður, tvær sundlaugar, einn vatnagarður, tvær upphitaðar sundlaugar, tennisvöllur, líkarmsrækt og heilsulind.
Gestir þurfa að greiða auka gjald til að fá aðgang að líkamsræktinni og heilsulindinni.
Í líkamsræktinni er spinning herbergi, líkamræktartæki, þrjár upphitaðar laugar, sauna, nuddpottur, tvö rými fyrir ýmsa hópatíma líkt og pilates, judo, yoga, skvass og fleira. 
Á hótelinu eru tvær lyftur.

Afþreying
Ýmislegt er í boði til að gera sér glaðan dag á hótelinu. Til að mynda tennisvöllur, spa, diskó, líkamsrækt og fleira. Skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna daglega. 


Veitingastaðir
Hlaðborðsveitingastaður með alþjóðlega rétti. Einnig er snarlbar við sundlaugarbakkann.  


Fyrir börnin

Krakkaklúbbur heldur uppi fjörinu fyrir þau yngstu, leikvöllur og barnalaug. 

Staðsetning

Hótelið er í rólegu umhverfi í Lloret de Mar. Einn kílómetri að strönd, Tossa er í 10 mínútna akstursfjarlægð og Barselona er innan við klukkustundar akstursfjarlægð. 

AÐBÚNAÐUR Á EVENIA OLYMPIC PARK

Svalir/verönd 

Baðherbergi

Sjónvarp 

Öryggishólf(gegn gjaldi) 

Loftkæling 

Útisundlaug 

Innisundlaug

Sólbaðsaðstaða 

Bar

Setustofa

Skemmtisýningar

Krakkaklúbbur

Líkamsrækt

Heilsulind

Vatnsrennibrautir

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.
ATH: Sérstakur gistiskattur er á allar hótelgistingar í Katalóníu. Farþegar þurfa að greiða þetta gjald beint til hótelsins við komu. Enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.

Upplýsingar

Edificio Suites, Carrer Sra. del Rossell, S/N, 17310 Lloret de Mar, Girona, Spánn

Kort