Golf del Sur

Fantasia Bahia Principe Tenerife er verulega flott 5* lúxus hótel á San Migueal de Abona á Tenerife. Mikið ævintýra hótel með góða aðstöðu og með eitthvað fyrir alla aldurshópa.
Á hótelinu er allt innifalið.

Gisting

Alls eru 372 herbergi á hótelinu. Herbergin eru björt, snyrtileg og falleg. Á herbergjum er loftræsting, minibar, svalir eða verönd, öryggishólf, baðherbergi, hraðsuðuketill, sími, skrifborð og LED sjónvarp. 
Family master svíta er með King size rúmi, tvö sjónvörp, stofu, svefnsófa og þrjá innifalda kvöldverði á al a carte veitingastað á hótelinu. 


Aðstaða

Á hótelinu er líkamsrækt og Spa með nuddi, snyrtimeðferðum og fleiru. Skipulögð dagskrá fyrir alla aldurshópa. 
Mjög stór sundlaugargarður með fimm sundlaugum og ein infinty laug sem er aðeins fyrir fullorðna. Góð sólbaðsaðstaða og vatnsleikgarður fyrir krakkana.
Margt að gera fyrir unglinga og börn. 

Afþreying

Fjölbreyttar skemmtisýningar eru á kvöldin. Á daginn er dagskrá sérstaklega fyrir fullorðna. 
Golf de Sur er stutt frá hótelinu. 


Veitingastaðir

Aðal hlaðborðs veitingastaðurinn er með gott úrval alþjóðlegra rétta. 
Hægt er að njóta matar og drykkjar á veitingastaðnum við sundlaugina. 
Að auki eru þrír a la carte veitingastaðir á hótelinu,
Ladón Restaurante "Brasa - Grill" er steikhús með gott úrval rétta.
Nemuru Asian Restaurant - er japanskur veitingastaður.
Il Paradiso Italian Restaurant - er ítalskur veitingastaður.
Viðskiptavinir þurfa að panta borð fyrirfram á al a carte veitingastaðina.

Á hótelinu eru þrír barir - í lobbýinu, kaffihorninu og við sundlaugina. 

Fyrir börnin

Fyrir unglinga er Teens Club, þar sem þeir geta spilað pool, foosball eða ping pong. Einnig er dj set og dansgólf svo þeir geta haft sitt eigið diskó. 
Krakka klúbburinn er fyrir yngstu fjölskyldumeðlimina, þar er ýmislegt gert líkt og búningaleikur, föndur, eldamennska og leikir.
Í sundlaugargarðinum er sér leikaðstaða fyrir krakka. Einnig er leikaðstaða á veitingastaða svæðinu. 

 

Staðsetning

Hótelið er á San Migueal de Abona svæðinu á Tenerife. Stutt frá er golfvöllur, 12 kílómetrum frá Safari verslunarmiðstöðinni, Siam Park og Aqualand. 

 

AÐBÚNAÐUR Á FANTASIA BAHIA PRINCIPE TENERIFE

A la carte veitingastaður

Aðstaða fyrir fatlaða

 
Barnaklúbbur
 
Barnalaug
 
Bar
 
Billiard
 
Bílastæði
 
Borðtennis
 
Diskóktek
 
Heilsulind
 
Innisundlaug
 
Líkamsrækt
 
Loftkæling
 
Lyfta
 
Minibar
 
Sauna
 
Sjónvarp
 
Skemmtidagskrá
 
Útisundlaug
 
Veitingastaður
 
Tennisvöllur
 
Vatnsleikjasvæði
 
Wifi

Upplýsingar

Av. J.M. Galván Bello, S/N, 38639, Santa Cruz de Tenerife, Spánn

Kort