Benidorm

Nútímalegt 4 stjörnu hótel staðsett í vinsæla hverfinu Rincón de Loix, 300 metrum frá Levante ströndinni og um 750 metrum frá miðbæ Benidorm. Stílhrein herbergi, fín aðstaða sólbaðsaðstaða og veitingastaður. Hótelið er eingöngu fyrir 16 ára og eldri.

GISTING 

Stílhrein tvíbýli með svölu, ísskáp, loftkælingu, hárþurrku, sjónvarpi, öryggishólfi (gegn gjaldi), sími, baðherbergi með sturtu og frítt internet. Í tvíbýlunum eru annað hvort eitt tvíbreytt rúm eða tvö einbreið rúm.

AÐSTAÐA

Við hótelið er garður með sundlaug og sólbaðsaðstöðu, þvottaþjónusta og líkamsrækt.

AFÞREYING

Svæðið í nálægð við hótelið er uppfullt af afþreyingu og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Á hótelinu er Riviera Music Lounge en þar er hægt að fá sér drykki og horfa á skemmtiatriði.

VEITINGAR

Þemahlaðborð og árstíðarmatseðlar eru á veitingastað hótelsins. Einnig er snarlbar og Riviera Music lounge. Gestir geta valið um morgunverði, hálft fæði eða fullt fæði.

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett alveg við Levante ströndina í Rincón de Loix hverfinu og um 750 metrum frá miðbæ Benidorm. 

AÐBÚNAÐUR Á RIVIERA BEACH

Sundlaug

Sólbaðsaðstaða

Tvíbýli

Svalir

Morgunverður / hálft fæði / fullt fæði

Veitingastaður

Bar

Þvottaþjónusta

Herbergisþjónusta

Líkamsrækt

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og hótela á Benidorm á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með  fyrirvara ef um slíkt er að ræða. 

Upplýsingar

Calle Derramador, 8, 03503 Benidorm, Alicante, Spánn

Kort