Tossa de Mar

Gran Hotel Reymar & SPA er notalegt 4 stjörnu hótel í bænum Tossa de Mar. Hótelið er staðsett við ströndina og er einstaklega fallegt útsýni frá hótelinu yfir bæinn og kastalann í Tossa de Mar. ATH að enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.

GISTING 

Hægt er að velja um tvíbýli með eða án sjávarsýn eða svítu með garðsýn.

Tvíbýlin hafa svalir/verönd, loftkælingu, sjónvarp, lítinn ísskáp, frítt wifi, tvíbreið rúm, baðkar, hárþurrku, handklæði, síma og öryggishólf (gegn gjaldi). 

Svíturnar hafa svalir/verönd með útihúsgögnum, loftkælingu, sjónvarp, lítinn ísskáp, frítt wifi, tvíbreitt rúm, sófa, setusvæði, nuddbaðkar, hárþurrku, handklæði, síma og öryggishólf (gegn gjaldi).

AÐSTAÐA 

Sundlaugagarðurinn er lítill og snyrtilegur með sundlaug, nuddpotti, bar og sólbaðsaðstöðu. Heilsulind er á Gran Reymar þar sem hinar ýmsu meðferðir og nudd er í boði fyrir þá sem vilja gera vel við sig. Einnig er líkamsrækt á hótelinu.


AFÞREYING

Sundlaugagarðurinn er lítill og snyrtilegur með sundlaug, nuddpotti, bar og sólbaðsaðstöðu. Heilsulind er á Gran Reymar þar sem hinar ýmsu meðferðir og nudd er í boði fyrir þá sem vilja gera vel við sig. Einnig er líkamsrækt á hótelinu.

VEITINGASTAÐIR

Veitingastaður hótelsins er með stórkostlegu útsýni út á hafið og er kvöldverðurinn af matseðli og morgunverður af hlaðborði.

FYRIR BÖRNIN 

Leikvöllur með rólum og borðtennisborði. Einnig eru í boði borðleikir innan- og utandyra.

STAÐSETNING

Hótelið er staðsett við ströndina í Tossa de Mar. Um klukkustund og 30 min tekur að keyra frá flugvellinum í Barcelona og á hótelið.

AÐBÚNAÐUR Á GRAN HOTEL REYMAR & SPA

Útisundlaug

Sólbaðsaðstaða

Hlaðborðsveitingastaður 

Veitingastaður

Morgunverður / Hálft fæði / Fullt fæði

Líkamsrækt

Loftkæling

Baðkar

Hárþurrka

Sjónvarp

Sími

Svalir eða verönd

Öryggishólf (gegn gjaldi)

Baðherbergi

Ískápur

Wifi

Gestamóttaka 24/7

ATH 

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.
 
ATH: Sérstakur gistiskattur er á allar hótelgistingar í Katalóníu. Farþegar þurfa að greiða þetta gjald beint til hótelsins við komu. Enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.

 

Upplýsingar

Av. Mar Menuda, s/n, 17320 Tossa de Mar, Girona, Spánn

Kort