Funchal

Porto Santa Maria er flott 4* hótel staðsett við sjávarsíðuna í gamla bænum í Funchal. Hótelið er einungis fyrir fullorðna gesti, 17 ára og eldri.

GISTING

Tvíbýlin eru öll með fullbúnu baðherbergi, hárþurrku, sjónvarpi með yfir 100 sjónvarpsstöðum, fríu wi-fi, ísskáp, peningaskáp og te- og kaffisetti.

AÐSTAÐA

Aðstaðan á hótelinu er góð, garður með tveimur sundlaugum, einni útilaug og einni upphitaðri innilaug. Einnig eru þrír heitir pottar, einn inni og tveir úti ,þar af einn uppi á þaki, sem hótel gestir geta notið sér að kostnaðarlausu. Á hótelinu er SPA og líkamsræktarstöð sem gestir hafa aðgang að. Ýmsar fegurðar- og nuddmeðferðir eru í boði í heilsulindinni gegn gjaldi. Gestir hafa beinan aðgang að sjávarsíðunni. 

AFÞREYING

Ýmsar fegurðar- og nuddmeðferðir eru í boði í heilsulindinni gegn gjaldi. Á hótelinu er snókerherbergi og frítt wi-fii. Lifandi tónlist alla daga. Í móttöku gefst gestum tækifæri á að bóka bílaleigubíl og/eða afþreyingu gegn gjaldi.

VEITINGASTAÐIR

Á hótelinu er einn veitingastaður og tveir barir. Veitingstaður hótelsins, Arsenal Restaurant, býður upp á óhefðbundið hlaðborð á hverjum degi þar sem réttirnir eru innblásnir af alþjóðlegri matargerð. Captain's Bar býður upp á drykki og léttar veitingar. Frá barnum er frábært útsýni yfir sjávarsíðuna. Promenade Bar er við hliðina á innilauginni en þar er boðið upp á drykki og snakk. Frábært útsýni er frá barnum yfir höfnina.

STAÐSETNING

Hótelið er staðsett við sjávarsíðuna í miðbæ Funchal, í um 17 km fjarlægð frá flugvellinum.

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL PORTO SANTA MARIA

Morgunverðarhlaðborð

Kvöldverðarhlaðborð

Sundlaugar

Barir

Veitingastaður

Heitir pottar

Heilsulind

Líkamsræktarstöð

Snókerherbergi

Bílastæði

Frítt Wi-Fi

Frír strætó frá hótelinu til Lido og til baka

Þvottaaðstaða (gegn gjaldi)

Upplýsingar

Av. do Mar e das Comunidades Madeirenses, 9060-190 Funchal, Portúgal

Kort