Funchal

Vldamar Hotel Madeira er glæsilegt 5* hótel með stórum garði , þremur stórum útisundlaugum og einni barnalaug. Hótelið er vel staðsett með beinan aðgang að sjónum, umkringt görðum með fallegum plöntum og pálmatrjám. Frá hótelinu er frábært útsýni yfir Funchal.

GISTING

Í boði eru tvíbýli með hliðar-sjávarsýn eða með sjávarsýn. Tvíbýlin eru öll vel útbúin með sófa, borðstofuborði, plasma sjónvarpsskjá, fríu Wi-Fi og svölum. Á herbergjunum eru einnig fullbúin marmara baðherbergi með sturtu og baðkari.

AÐSTAÐA

Á hótelinu eru þrjár sundlaugar, heilsulind og líkamsræktarstöð. Í heilsulindinni er sundlaug, gufubað, sturtur og slökunarherbergi með fallegu útsýni. Þar gefst gestum kostur á að njóta allskyns fegurða- og nuddmeðferða gegn gjaldi. Líkamsræktarstöðin er fullbúin helstu tækjum og tólum, svo sem hlaupabrettum, hjólum og lóðum. Gestir hafa aðgang að námskeiðum og kennslutímum, t.d.  dans- og þolfimitímum, gegn gjaldi.

AFÞREYING

Á hótelinu eru sundlaugar, heilsulind og líkamsræktarstöð..  Einnig geta gestir slakað á í kaffihúsi heilsulindarinnar gegn gjaldi. Í líkamsræktarstöðinni er hægt að stunda allskyns hreyfingu, bæði  í sal og úti í sundlaug. Sérhæfðir líkamsræktarþjálfarar aðstoða og leiðbeina gestum í líkamsræktinni með allskonar hjálpartækjum og prógrömmum (gegn gjaldi). 

VEITINGASTAÐIR

Á hótelinu eru fimm veitingastaðir ásamt nokkrum börum, bæði úti og inni.

Koi Sushi Restaurant - sushi veitingastaður þar sem alltaf er ferskur fiskur á boðstólnum. 
Mamma Mia Italian Restaurant - ítalskur veitingastaður þar sem boðið er upp á árstíðarbundinn matseðil með sérvöldum portúgölskum vínum.
Sabor a Mar - veitingastaður sem er staðsettur einungis 50 skrefum frá sjónum. Á staðnum er boðið upp á léttar veitingar og sjávarrétti kvölds og morgna. Á völdum kvöldum á sumrin er kveikt upp í grillinu. 
Casa Das Espetadas Restaurant - veitingastaðurinn er í um 100 metra fjarlægð frá hótelinu og sérhæfir sig í viðagrillaðri matreiðslu. Maturinn er eldaður fyrir framan viðskiptavinina.
Ocean Buffet Restaurant - veitingastaðurinn er staðsettur á annarri hæð hótelsins með fallegt útsýni yfir hótelgarðinn og sjóinn. Boðið er upp á hlaðborð með þemakvöldum; latínskum, amerískum, portúgölskum, ítölskum og alþjóðlegum mat. Á morgnanna er boðið upp á glæsilegt hlaðborð.

Lisboa Bar - Á sumrin gefst tækifæri á að slaka á í verönd hótelsins með rólegri tónlist. Val er um allskyns kokteila, bjór, portúgölsk vín og fleira. 

FYRIR BÖRNIN

Á hótelinu er krakkaklúbbur fyrir börn á aldrinum 3-11 ára. Starfsmennirnir sérhæfa sig í að skipuleggja leiki og fræðslu fyrir börn á mismunandi aldri. Í leikherberginu eru börnin örugg og hafa aðgang að leikföngum, vatnsskemmtun og úrvali íþrótta. Einnig er boðið upp á andlitsmálningu og leiki.
Á hótelinu er sér sundlaug fyrir börnin.

STAÐSETNING

Hótelið er staðsett í megin ferðamannakjarna Lido, í göngufjarlægð frá verslunarmiðstöðvum, börum, súpermörkuðum og fleiru. Hótelið er í um 18 km. fjarlægð frá flugvellinum 

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL VLAAMAR MADEIRA

Sundlaugar

Líkamsræktarstöð

Gufubað

Frítt Wi-Fi

Krakkaklúbbur

Barir

Veitingastaðir

Morgunverðarhlaðborð

Kvöldverðarhlaðborð

Vatnasport (gegn gjaldi)

Skvassvöllur

Danstímar (gegn gjaldi)

Þolfimitímar (gegn gjaldi)

 

Upplýsingar

Estrada Monumental 175 177, 9000-100 Funchal, Portúgal

Kort