Hótel Riu Palace Palmeras er mjög gott 4 stjörnu hótel á Ensku ströndinni. Herbergin eru rúmgóð með öllu því helsta. Úrval afþreyingar á hóteli og í kringum hótelið. Á hótelinu er allt innifalið.
GISTING
Rúmgóð herbergi með loftkælingu, baðherbergi með sturtu, svölum eða verönd, sjónvarpi, litlum ísskáp, wifi og öryggishólfi (gegn gjaldi). Í boði eru standard tvíbýli. tvíbýli með garðsýn eða sjávarsýn og tvíbýli grande en þar eru stórt rúm og svefnsófi.
AÐSTAÐA
Góður garður með tveimur sundlaugum og barnalaug. Sólbaðsaðstaða með sólbekkjum, sólhlífum og handklæðum (gegn tryggingargjaldi). Leiksvæði fyrir börnin og líkamsrækt fyrir 16 ára og eldri.
AFÞREYING
Skemmtidagskrá fyrir börn frá 1. júlí - 31. ágúst, nokkrum sinnum í viku eru sýningar fyrir gesti hótelsins. Utan hótels er um nóg að velja t.d. tveir 18 holu golfvellir, minigolf, skvass, hjólaleiga og vatnsíþróttir á ströndinni.
VEITINGAR
Hlaðborðsveitingastaður fyrir morgun-, hádegis- og kvöldverð. Í hádeginu er einnig grill í sundlaugargarðinum ásamt léttum máltíðum. Tvisvar í viku eru þemakvöld og hægt er að panta sér borð á veitingastaðnum Krystal.
Hægt er að nálgast snarl allan sólarhringinn. Innlendir drykkir eru innifaldir.
FYRIR BÖRNIN
Barnasundlaug, leiksvæði og krakkaklúbbur sem er opinn frá 1. júlí - 31. ágúst.
STAÐSETNING
Hótelið er staðsett á Ensku ströndinni, 250 metrum frá miðbænum og 30 km frá flugvellinum. Um 350 metrar eru í ströndina.
AÐBÚNAÐUR Á RIU GRAN CANARIA
Sólbekkir
Sólhlífar
Sundlaugarhandklæði (gegn tryggingargjaldi)
Sundlaug
Barnalaug
Leikvöllur
Líkamsrækt
Snarlbar
Hlaðborðsveitingastaður
Barnadagskrá (frá 1. júlí - 31. ágúst)
Svalir eða verönd
Baðherbergi
ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar.
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.
Upplýsingar
Avenida Estados Unidos de América 1, 35100 Playa del Inglés Gran Canaria
Kort