Lloret de Mar

Hótel Rosamar Garden Resort er gott 4 stjörnu hótel í Lloret de Mar, staðsett aðeins 300 metrum frá ströndinni. Góður valkostur fyrir fjölskyldur og pör. Góður garður með fjórum sundlaugum, vatnsrennibrautum og mikilli afþreyingu. ATH að enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.

GISTING 

Tvíbýli með svölum/verönd, baðherbergi með sturtu eða baði, hárþurrku, sjónvarpi, loftkælingu, ísskáp, síma, öryggishólfi (gegn gjaldi) og wifi.

AÐSTAÐA 

Góður garður með fjórum sundlaugum og sér vatnsrennibrautasvæði. Einnig má finna heilsulind fyrir gesti þar sem hægt er að velja nuddmeðferðir, saunu og tyrkneskt bað.

AFÞREYING

Sundlaugagarður með úrval afþreyingar fyrir börnin. Vatnsrennibrautir, krakkaklúbbur, Pirates Park þar sem má finna fullt að gera fyrir alla fjölskylduna t.d.  körfubolti, fótbolti, líkamsræktartæki, minigolf og margt fleira.

VEITINGASTAÐIR

Hlaðborðsveitingastaður þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Á Bar Marys er hægt að fá sér drykki og snarl og við sundlaugabarinn geta gestir valið um úrval smárétta og drykkja.  

FYRIR BÖRNIN 

Vatnsrennibrautagarður, krakkaklúbbur 6 daga vikunnar fyrir börn frá 4-7 ára og sérklúbbur fyrir börn 8-15 ára. Mini disco á kvöldin, töfrabrög, trúðar og fleira. Pirates Park er svæði þar sem má finna fullt að gera fyrir alla fjölskylduna t.d.  körfubolti, fótbolti, líkamsræktartæki, minigolf og margt fleira.

STAÐSETNING

Hótelið er vel staðsett um 300 metrum frá ströndinni í Lloret de Mar. Um klukkustund og 15 min tekur að keyra frá flugvellinum í Barcelona og á hótelið.

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL ROSAMAR GARDEN RESORT

Útisundlaugar

Vatnsrennibrautir

Sólbaðsaðstaða

Hlaðborðsveitingastaður 

Hálft fæði

Skemmtidagskrá 

Krakkaklúbbur 4-7 ára

Krakkaklúbbur 8-15 ára

Loftkæling

Bað/sturta

Hárþurrka

Sjónvarp

Sími

Svalir eða verönd

Öryggishólf (gegn gjaldi)

Baðherbergi

Ískápur

Wifi

Gestamóttaka 24/7

ATH 

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.
 
ATH: Sérstakur gistiskattur er á allar hótelgistingar í Katalóníu. Farþegar þurfa að greiða þetta gjald beint til hótelsins við komu. Enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.

Upplýsingar

Av. Magnòlia s/n 17310 Lloret de Mar 17310 - Lloret de Mar

Kort