Hotel L'azure er nýtt (mars 2020) 4 stjörnu hótel í Lloret de Mar. Hótelið er tilvalið fyrir fjölskyldur og pör en í garðinum er vatnaleiksvæði fyrir börnin. Gestir geta valið um morgunverð eða hálft fæði. ATH að enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.
GISTING
Tvíbýli með eða án sundlaugarsýn eru um 21 fermetri að stærð og tekur að mestu 3 gesti. Þar er sjónvarp, sími, baðherbergi með sturtu, hárþurrka, minibar (gegn auka gjaldi ) og öryggishólf (gegn auka gjaldi).
Tvíbýli superior er aðeins stærra en venjulegu tvíbýlin eða um 30 fermetrar og tekur að mestu 3 gesti. Þar eru svalir, sjónvarp, sími, baðherbergi með sturtu, hárþurrku, minibar (gegn auka gjaldi ) og öryggishólf (gegn auka gjaldi).
Fjölskylduherbergi með eða án sundlaugarsýn eru um 40 fermetrar að stærð og tekur að mestu 4 gesti. Þar eru með svalir, sjónvarp, sími, baðherbergi með sturtu, hárþurrka, minibar (gegn auka gjaldi ) og öryggishólf (gegn auka gjaldi).
Fjölskyldusvíta með sundlaugarsýn er um 44 fermetrar að stærð og tekur að mestu 4 gesti en þar er svefnherbergi og stofa með svefnsófa, sjónvarp inni svefnherbergi og inni í stofu, sími, skrifborð, espresso kaffivél, baðherbergi með baðkari og sturtu, hárþurrka, svalir, minibar (gegn auka gjaldi ) og öryggishólf (gegn auka gjaldi).
Svíta með sundlaugarsýn er um 44 fermetrar að stærð og tekur að mestu 3 gesti en þar er svefnherbergi og stofa með svefnsófa, sjónvarp inni svefnherbergi og inni í stofu, sími, skrifborð, espresso kaffivél, baðherbergi með baðkari og sturtu, hárþurrka, svalir, minibar (gegn auka gjaldi ) og öryggishólf (gegn auka gjaldi).
AÐSTAÐA
Fín aðstaða til þess að sóla sig, stór sundlaug ásamt vatnaleiksvæði fyrir börnin. Á húsþaki hótelsins er infinity sundlaug aðeins fyrir fullorðna og bar. Einnig er SPA, líkamsrækt, krakkaklúbbur og unglingaklúbbur.
AFÞREYING
Sundlaugagarður með sundlaug og vatnaleiksvæði fyrir krakka. Einnig er SPA, líkamsrækt, krakkaklúbbur og unglingaklúbbur á hótelinu.
VEITINGASTAÐIR
Veitingastaður sem býður upp á þema. Fjórir barir eru á hótelinu, aðalbar, sportbar, sundlaugarbar og bar á þaki hótelsins.
FYRIR BÖRNIN
Í garðinum er vatnaleiksvæði fyrir krakkana, krakkaklúbbur og unglingaklúbbur.
STAÐSETNING
Hótelið er staðsett um 1 km frá ströndinni í Lloret de Mar. Um klukkustund og 15 min tekur að keyra frá flugvellinum í Barcelona og á hótelið.
AÐBÚNAÐUR Á HOTEL L'AZURE
Útisundlaug
Vatnaleiksvæði
Sólbaðsaðstaða
Veitingastaður
Morgunverður / Hálft fæði
Bað/sturta
Hárþurrka
Baðherbergi
Sjónvarp
Sími
Svalir
Öryggishólf (gegn gjaldi)
Minibar (gegn gjaldi)
Gestamóttaka 24/7
ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar.
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.
ATH: Sérstakur gistiskattur er á allar hótelgistingar í Katalóníu. Farþegar þurfa að greiða þetta gjald beint til hótelsins við komu. Enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.
Upplýsingar
Carrer dels Esports, S/N, 17310 Lloret de Mar, Girona
Kort