Íbúðarhótelið Topazio Mar Beach Hotel er staðsett í Areias de S. João, sem er um 500 metrum frá Aveiros strönd.
Nútímaleg herbergin og íbúðirnar eru með einkasvölum og þar er útisundlaug. Herbergi og íbúðir Topazio Mar eru með loftkælingu og gervihnattasjónvarpi. Íbúðirnar eru með eldhúskrók með örbylgjuofni. Gestir geta notið morgunverðar með útsýni yfir sundlaugina.
Á daginn býður snarlbarinn upp á margs konar snarl auk hressandi drykki og kokteila. Sólstólar og sólhlífar veita afslappandi umhverfi til að eyða síðdegis við sundlaugina.
GISTING
Sérhver íbúð á Toapázio Mar Beach er með sérsvölum með útsýni yfir stóra garðana. Allar íbúðirnar eru með granítgólf, aðskilið setusvæði með gervihnattasjónvarpi og eldhúsaðstöðu.
AÐSTAÐA
Hótelið býður upp á inni- og útisundlaugar og afslappandi heilsuræktarstöð. Við sundlaugarnar má finna sólbekki fyrir gesti hótelsins.
VEITINGAR
Veitingastaður Vila Petra framreiðir à la carte matseðil allan daginn. Það er líka sundlaugarbar þar sem þú getur slakað á með drykk. Eins er stutt að fara ef gestir vilja gæða sér á veitingum Albufeira þar sem úrval veitingastaða og skemmtistaða er fjölbreytt við hótelið.
STAÐSETNING
Topazio Mar Beach Hotel & Apartments er staðsett 100 metrum frá fjölda bara, veitingastaða, verslunum og stórmörkuðum.
Balaia golfvöllurinn og miðbær Albufeira er 2,5. km í burtu. Faro alþjóðaflugvöllur er í 35 km fjarlægð.
AÐBÚNAÐUR Á TOPAZIO MAR
Svalir/verönd
Sjónvarp
Sófi
Baðherbergi
Hárþurrka
Hreinlætisvörur
Öryggishólf
Loftkæling
Kynding
Útisundlaug
Nuddpottur
Sólbaðsaðstaða
Sundlaugabar
Líkamsrækt (gegn gjaldi)
Gufubað (gegn gjaldi)
ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar.
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum.
Upplýsingar
R. Vasco Da Gama, 8200-294 Albufeira, Portúgal
Kort