Albufeira

Hótel Agua Pedra Bicos er 4ra stjörnu hótel sem er einungis ætlað 18 ára og eldri. Hótelið er snyrtilegt og vel hannað.

 

GISTING 

Herbergin á Aqua Pedros Dos Bicos eru stílhrein og nútímaleg og eru öll með sér svölum. Þau eru einnig með sér baðherbergi og fríu WiFi.

 

AÐSTAÐA 

Hótelið býður upp frí bílastæði fyrir þá sem eru með bíl og móttakan er opin öllum allan sólarhringinn. Starfsfólk hótelsins getur aðstoðað gesti hótelsins við að bóka og skipuleggja ferðir og aðrar afþreyingar um Algarve.

Hótelið er í 2 km fjarlægð frá Balaia golfvellinum.

 

VEITINGAR

Veitingastaðurinn á hótelinu framreiðir sérrétti innblásna af klassískum réttum heimamanna og nokkra sígilda rétti frá Miðjarðarhafslöndunum.

 

STAÐSETNING

Hótelið er staðsett í skógi með útsýni yfir Atlantshafið. Frá hótelinu er einungis 12 mínútna ganga á Oura ströndina eða um 400 metrar og 20 mínútna ganga á Albufeira ströndina. Miðbærinn er í 35 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu.

AÐBÚNAÐUR Á VILA PETRA 

Þrif daglega

Nálægt ströndinni

Veitingastaður og bar/setustofa

Útilaug

Þakverönd

Morgunverður í boði

Heilsulindarþjónusta

Viðskiptamiðstöð (opin allan sólarhringinn)

Flugvallarskutla

Móttaka opin allan sólarhringinn

Kaffi/te í almennu rými

Loftkæling

Ókeypis þráðlaust net og ókeypis bílastæði

 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum.

 

 

Upplýsingar

Urbanização Quinta Pedra dos Bicos, Lote 24, 8200-381 Albufeira, Portúgal

Kort