Albufeira

Apartamentos 3HB Golden Beach er 3ja stjörnu hótel staðsett við Praia da Oura-ströndina.

Íbúðirnar í hótelinu eru með svalir, eldhús, setusvæði með gervihnattasjónvarpi og sumar þeirra eru líka með útsýni yfir Atlantshafið. Útisvæði hótelsins er með stóra verönd og útisundlaug með útsýni yfir Atlantshafið og sólarbekki fyrir gestina

 

GISTING 

Á Apartamentos 3HB Golden Beach bjóðum við upp á Delux íbúð með einu svefnherbergi sem getur tekið við allt að 4 fullorðnum. Í íbúðunum er hægt að  elda eigin mat, þar er einnig hægt að slappa af og horfa á sjónvarpið.

Skipt er um handklæði tvisvar í viku og rúmföt einu sinni í viku, en ræstingar eru gerðar daglega.

 

AÐSTAÐA 

Á Golden Beach Apartamentos Turísticos eru tvær útisundlaugir og því geta gestir fengið sér sundsprett eða slakað á á sólarveröndinni þar sem finna má sólbekki, sólhlífar og bar sem framreiðir drykki og veitingar.

STAÐSETNING

Hótelið er í göngufæri frá miðbæ Albufeira, með glæsilegu úrvali af veitingastöðum, verslunum og börum. Oura-ströndin er í 2 mínútna göngufjarlægð og Albufeira ströndin í 10 mínútna göngufjarlægð.

 

AÐBÚNAÐUR Á VILA PETRA 

Barnalaug

Barnagæsla (aukagjald)

Eldhúskrókur

Eldunaráhöld, leirtau og hnífapör

Eldavélarhellur

Örbylgjuofn

Dagleg þrif

Nálægt ströndinni

2 útisundlaugar

Sundlaugarbar

Líkamsræktarstöð

Flugrúta

Sólarhringsmóttaka

Loftkæling

Garður

Ókeypis þráðlaus netaðgangu

 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum.

Upplýsingar

R. Ramalho Ortigão, 8200-604 Albufeira, Portúgal

Kort