Albufeira

Cerro Mar Atlantico er skemmtilegt 4 stjörnu íbúðarhótel sem státar af stórri heilsulind og sundlaug í lónsstíl með glæsilegu útsýni yfir Atlantshafið.  Íbúðirnar eru með útsýni yfir gamla bæinn í Albufeira.

 

AÐSTAÐA

Cerro Mar Atlantico & Cerro Mar Garden býður upp á fjölbreytta afþreyingaraðstöðu í Cerro do Mar Garden-byggingunni, þar á meðal líkamsræktaraðstöðu með háum gluggum svo gestir geti notið útsýnisins á meðan þeir æfa sig. Einnig eru tennisvellir og keilusalur á staðnum.

Nútímaleg heilsulind gististaðarins býður upp á fjölbreytt úrval af meðferðum og bíður upp á gufuböð, tyrkneskt bað og heitan pott. Gestir geta notið þess að synda í inni- og útisundlaugunum allt árið um kring.

 

GISTING 

Allar íbúðirnar á Cerro Mar Atlantico & Cerro Mar Garden eru með vel búnu eldhúsi og flestar einingarnar eru með svölum með útsýni yfir sjóinn eða garðana.

 

VEITINGASTAÐIR

Á veitingastað hótelsins er boðið upp á mat sem er matreiddur að hætti heimamanna sem og alþjóðlega matagerð. Frá barnum er tilvalið fyrir gesti að tilla sér á kvöldin og horfa á sólsetrið.

 

STAÐSETNING

Hótelið er mjög vel staðstett og er í einungis 5 mínútna göngufjarlægð frá gamlabænum í Albúfeira. Oura ströndin er í 30 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu, en Albufeira höfnin er í 27 mínútna fjarlægð.

 

AÐBÚNAÐUR

Nálægt ströndinni

Veitingastaður og 3 sundlaugarbarir

Heilsulind með allri þjónustu

4 útilaugar og innisundlaug

Heilsuklúbbur

Verönd

Sólarhringsmóttaka

Loftkæling

Garður

Ókeypis WiFi í anddyri

Ókeypis barnarúm / ungbarnarúm

Barnalaug

Eldhús

Eldhúsáhöld, borðbúnaður og áhöld

Helluborð

Ísskápur

 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum.

 

 

Upplýsingar

R. António Aleixo 12, 8200-153 Albufeira, Portúgal

Kort