AÐSTAÐA
Jupiter Albufeira Hotel er glæsilega nýuppgert 5 stjörnu hótel sem staðsett er á friðsæla Montechoro svæðinu sem er í innan við 10 mínútna akstursfjarlægð frá Oura strönd og miðbæ Albufeira.
Á hótelinu er vatnagarður með nokkrum útisundlaugum, heilsulind og frábær skemmtidagsskrá sem býður upp á eitthvað skemmtiegt fyrir alla.
Heilsulindin er í boði gegn aukagjaldi og innifelur gufubað, eimbað og innisundlaug. Gestir geta fengið frían aðgang að líkamsræktarherberginu allan sólarhringinn.
GISTING
Öll herbergi á hótelinu eru endurnýjuð og innrétt með nýmóðins innréttingu, sérsvölum og sérbaðherbergi með sturtuklefa. Á þessu hóteli er allt gert til þess að koma fullkomlega til móts við fjölskyldur með lítil börn.
VEITINGASTAÐIR
Aðalhlaðborðið veitingastaður Montechoro framreiðir stanslausar máltíðir frá morgni til kvöldmatar. Gestir geta notið pizzu á Al Italiu ítalska veitingastaðnum eða prófað à la carte matseðil Alecrim veitingastaðarins sem er innifalinn einu sinni í viku í All Inclusive dagskránni.
Þakbarinn Al Gharb býður upp á töfrandi útsýni yfir Albufeira og hafið og gerir það að fullkomnu umhverfi til að enda daginn.
STAÐSETNING
Ókeypis skutluþjónusta, allt að 2 til 6 sinnum á dag, er í boði á Oura-strönd og gamla miðbæ Albufeira. Faro alþjóðaflugvöllur er í 38 km fjarlægð..
AÐBÚNAÐUR
Dagleg þrif
Nálægt ströndinni
Veitingastaður og 2 sundlaugarbarir
Heilsulind með allri þjónustu
4 útilaugar
Ókeypis vatnagarður
Þakverönd
Ókeypis barnaklúbbur
Ókeypis skutluþjónusta
Líkamsræktarstöð allan sólarhringinn
Ókeypis morgunverðarhlaðborð
Ókeypis WiFi
Barnalaug
Leikvöllur á staðnum
Barnapössun eða barnagæsla (aukagjald)
Barnaklúbbur (ókeypis)
Umsjón barnagæsla / starfsemi (ókeypis)
ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar.
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum.
Upplýsingar
Rua Alexandre O'Neill, 8200-343 Albufeira, Portúgal
Kort