Olos d'Agua

AÐSTAÐA

Apartamentos 3HB Clube Humbria er mikið endurnýjað fjölskylduhótel, staðsett í fallega sjávarþorpinu.‘ Olhos de Aqua 

Hótelið er í 800 metra fjarlægð frá ströndinni og býður upp á íbúðir með útsýni yfir garðinn og sundlaugina.

Á hótelinu eru  útisundlaugar fyrir fullorðna og börn, sundlaugarbar, aðalbar, leiksvæði fyrir börn, lítinn vatnagarð fyrir börn og barnaklúbb.

Önnur aðstaða á staðnum er meðal annars hlaðborðsveitingastaður, sjoppa, fjölíþróttavöllur og skemmtun á dag og nótt.

Bílastæði úti og einkabílskúr eru einnig í boði ef laust.

 

GISTING 

3HB Clube Humbria er með bjartar, loftkældar íbúðir með einu svefnherbergi, flatskjásjónvarpi og sérbaðherbergi. Þessar einingar eru með fullbúnum eldhúskrók og borðkrók.

 

STAÐSETNING

3HB Club Humbria er staðsett einungis 800 metrum frá ströndinni og er í um 4 kílómetra fjarlægð frár miðbæ Albufeira. Á ströndinni geta gestir notið sín í sólbaði og býður ströndin upp á mikla möguleika fyrir vatnaíþróttir. Einnig eru golfvellirnir Pine Cliffs og Balaia í innan við 2 kílómetra fjarlægð frá hótelinu.

 

AÐBÚNAÐUR

Dagleg þrif

Nálægt ströndinni

Veitingastaður og 2 barir / setustofur

Útisundlaug

Ókeypis vatnagarður

Ókeypis barnaklúbbur

Líkamsræktarstöð

Heilsulindarþjónusta

Flugrúta

Sólarhringsmóttaka

Ókeypis þráðlaust internet

Ókeypis bílastæði

Barnalaug

Leikvöllur á staðnum

Barnapössun eða barnagæsla (aukagjald)

Krakkaklúbbur (ókeypis)

Umsjón / barnagæsla (aukagjald)

 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum.

Upplýsingar

Estrada De Albufeira, 8200-609 Olhos De Água, Albufeira, Portúgal

Kort