Albufeira

Albufeira Sol Hotel og Spa er 4 stjörnu íbúðahótel  er í  ca 30 km fjarlægð frá Faro flugvellinum.

Í  göngufæri við Albufeira hótelið:  Praia de Oura ströndin og Santa Eulalia  ( ca 15 min gangur niður brekku)  einnig " Albufeira - Strip" þar sem finna má veitingarstaði, discos og bari. Fjöldinn allur af veitingastöðum og börum eru í göngufæri við hótelið.

 Næsti golfvöllur er Balaia Golf Course sem er í 3 km fjarlægð  og gamli bærinn er 4 km frá hótelinu,  í 5km fjarlægð er Marina of Albufeira og í 12 km fjarlægð er Vilamoura Marina þar sem finna má óteljandi bari, veitingastaði og dýrar verslanir. 

 

Gisting:

Rúmgóðar  studioíbúðir,  íbúð með einu svefnherbergi og íbúð með einu svefnherbergi og sjávarsýn. Allar íbúðir eru vel útbúnar,  með eldhús-aðstöðu þar sem finna má  micro-ofn og lítinn  ísskáp til að kæla drykkjarföng. Baðherbergin eru búin hárþurrku og öllum hreinlætisvörum er tilheyra 4 stjörnu hóteli.  LCD sjónvarp (30 stöðvar) er íbúðum, frítt internet, öryggishólf ( gegn gjaldi)  og loftkæling er í öllum íbúðum.  Íbúðir eru þrifnar daglega.  Herbergisþjónusta( room service) er í boði gegn gjaldi og einnig erhægt að fá þvottaþjónustu ( laundry service) gegn gjaldi.

 

Aðstaða: 

Góður/Skemmtilegur sundlaugargarður, upphituð sundlaug (árstíðabundið) sólbekkir, sólhlífar og handklæði í boði án  aukagjalds

Dásamlegt Spa er á hótelinu,  með þrem meðferðarherbergjum þar sem í boði eru,  gegn gjaldi,  spa meðferðir til að endurnæra líkama og sál, andlitsmeðferðir hand og fótsnyrting,Sauna, Jacuzzi , Turkish bað og  líkamsræktaraðstaða með góðum tækjum.

 

Afþreying fyrir börn og fullorðna: 

Á hótelinu er barnaklúbbur, ( april til október)og  barnaleikvöllur og hægt er að fá barnagæslu ( gegn gjaldi)

Á hótelbarnum er lifandi tónlist og skemmtiatriði.

 

Veitingar: 

Hlaðborð Buffet Restaurant Dine Divine  sem býður upp á hlaðborð með miðjarðahafs og portúgölskum áherslum.

Opnunartímar: morgunverður 07.30 - 10.00 - Hádegisverður 12.30 - 14.30 og kvöldverður 19.00 til 22.00

Aðrir veitingarstaðir og barir á hótelinu eru:  Grill Restaurant Á La Carte, opinn frá kl. 19.00 - 22.00  The Snack  Bar opinn frá kl.10.00 - 18.30  Pool side og Rossini bar sem er

opinn frá kl. 10.00 til 00.00

 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum.

Upplýsingar

R. da Corcovada, 8200-664 Albufeira, Portúgal

Kort