Olos d'Agua
Aparthotel Victora Sport & Beach hotel er fjölskylduvænt  4 stjörnu íbúðahótel  í ca 30 km fjarlægð frá Faro flugvellinum.
 
Fjölskylduvænt sport  íbúðahótel sem  staðsett er  við friðsæla götu .Hótelið er í  8 mínútna göngufjarlægð frá  hinni gullfallegu Praia da Falésia og hægt er að ganga 7 km meðfram þessari fallegu strönd með rauðgylltum klettum.
Næstu strendur eru Beach Falésia Alfamar ca 1 km og  Barranco das Belharuca beach 1.2km.   Miðbær Albufeira er í 10 km fjarlægð ,  Vilamour Marina þar sem finna má óteljandi veitingastaði og dýrar verslanir er í 11 km fjarlægt  - lnokkrar verslanir með nauðsynjavörur má finna í 300 metra fjarlægð.
 
Gisting:
 
Í boði eru rúmgóðar íbúðir og hægt er að velja íbúð með einu svefnherbergi eða  superior íbúð með einu svefnherbergi sem er aðeins stærri en standard íbúðin,   íbúðirnar eru ágætlega útbúnar,  með eldhús-aðstöðu, baðherbergin eru búin hárþurrku og þeim hreinlætisvörum er tilheyra 4 stjörnu hóteli.  LCD sjónvarp ,frítt internet, öryggishólf ( gegn gjaldi)  og loftkæling.  Hægt er að fá þvottaþjónustu ( laundry service) gegn gjaldi.  Þrif eru daglega frá 09.00 - 17.00
 
 
Aðstaða: 
 
Útisundlaug, líkamsrækt,  hlaupavöllur - 4 brautir, tennis völlur, aðstaða fyrir hástökk, stangarstökk,  kúluvarp og knattspyrnuvöllur.
Aðgangur að Acoteias international Cross Country Trail.
 
Afþreying fyrir börn og fullorðna: 
 
Á hótelinu : Útisundlaug fyrir börn og fullorðna, sólbekkir og sólhlífar,  Splash laug fyrir börn, barnaklúbbur frá júní og til September og barnaleikvöllur.
Önnur afþreying, Kirkja Seo Sabastio 7.9. km - , Igreja Matriz de Albufeira 7.9 km - , Kirkja Sant'Ana  8 km  - og vatnsrennibrautagarðurinn /Aquashow  8.1 km  -fjarlægð.
 
Veitingar:   gisting seld án fæðis
 
Veitingastaður er á hótelinu og þarf að panta borð fyrirfram.  klæðnaður er óformlegur en á kvöldin má ekki mæta í sund eða sportfatnaði. 
 
Veitingarstaðurinn er opinn daglega, morgunverður: 07.30 - 10.30  hádegisverður: 12.30 - 14.20 og kvöldverður frá 18.30 - 21.30
Muna að alltaf þarf að athuga hvort hægt sé að fá borð  og eða panta borð fyrirfram.
 
 
Staðsetning:
 
Hótelið er í 30 km fjarlægð frá Faro flugvellinum og frá hótelinu er   8 mínútna göngufjarlægð að hinni gullfallegu Praia da Falésia -  hægt er að ganga 7 km meðfram þessari fallegu strönd með rauðgylltu klettunum
 Næstu strendur eru Beach Falésia Alfamar ca 1 km og  Barranco das Belharuca beach 1.2km.   Miðbær Albufeira er í 10 km fjarlægð ,  Vilamour Marina þar sem finna má óteljandi veitingastaði og dýrar verslanir er í 11 km fjarlægt  - lnokkrar verslanir með nauðsynjavörur má finna í 300 metra fjarlægð.
 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum.

Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og gististaða á Benidorm, Albir, Altea og Calpe á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með nokkra daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða.

 

Upplýsingar

R. do Pinhal 3, 8200-593 Albufeira, Portúgal

Kort