Albufeira

Aparthotel Nau Salgados Palm Village  er vinsælt og barnvænt 4 stjörnu íbúðahótel.

Hótelið er staðsett um  900 metra fjarlægð frá hinni vinsælu strönd Salgados og  hótelið býður upp á fríar ferðir á 30 mín fresti til og frá ströndinni
Mjög fallegar gönguleiðir eru meðfram ströndinni og græna svæði friðlandsins Lagoa dos Salgados eru í  800 metra fjarlægð frá hótelinu.
Faro flugvellur er í 49 km fjarlægð. Frítt WiFi er á öllu hótelinu.  
 
Gisting: 
 
Í boði eru íbúðír með einu svefnherbergi, íbúðir með einu svefnherbergi og sundlaugarsýn og íbúðir með tveimur svefnherbergjum og 
sundlaugarsýn,   Íbúðirnar eru rúmgóðar með lítilli innbyggðri eldhúsaðstöðu í stofu ( opið rými) þar er lítill kæliskápur, lítil uppvöskunarvél og kaffivél en  koma þarf með kaffi með sér.
Borð og stólar eru í stofunni,  sófi og hægindastólar.  Baðherbergin eru  með hárþurrku og  öryggishólf er í boði gegn gjaldi.
Íbúðirnar eru loftkældar ( kynding þegar það á við) LCD sjónvarp er í íbúðum, og hægt er að leigja myndir gegn gjaldi 
 
Aðstaða og afþreying fyrir börn og fullorðna:
 
Á hótelinu eru 10 sundlaugar, þar af 4 fyrir börn, stór garður, barnaklúbbur fyrir 3 - 12 ára (árstíðabundið), minigolf fyrir börnin, úti- líkamsrækt, blakvöllur, þrir tennisvellir og knattspyrnuaðstaða (Pitch) og
quoits and boules sem eru leikir með hringjum og diskum/frisbee, einnig er allskonar afþreying fyrir fullorðna og börn svo sem billiard,  zumba og kennsla í vatnsleikfimi og ekki má gleyma
fallegu gönguleiðunum  á og við ströndina Salgados

Veitingastaðir: 

Boggey Restaurant   Buffet Restaurant with italian food and showcooking
Morgunverður :  07.00 - 10.30   - Morgunsnarl :  10.30 -12.00
Hádegisverður : 13.00 - 14:00 -   Kvöldverður :   18.30 - 22.20

Double Boggey Restaurant & Bar  - Barbecue Restaurant (opnunartímar árstíðabundnir)
BAR:                : 10.00 - 18.00
Hádegisverður : 13.00 - 16.00
Kvöldverður     :  19.00 - 22.30
 
Birdie Restaurant - Terrace - hlaðborð
Morgunverður : 07.00 - 10.30
Snack              : 16.00 - 18.00
Kvöldverður     : 19.00 - 22.30
 
Staðsetning: 
 
Hótelið er staðsett um  900 metra fjarlægð frá hinni vinsælu strönd Salgados og hótelið býður upp á fríar ferðir á 30 mín fresti til og frá ströndinni
Á ströndinni eru bílastæði, sturtur, baðherbergi, bar (tilheyrir ekki hótelinu ) lífvörður og leigur fyrir bátasport
Mjög fallegar gönguleiðir eru meðfram ströndinni og grænu svæði friðlandsins Lagoa dos Salgados eru í  800 metra fjarlægð frá hótelinu.
 
Salgados-golfvöllurinn, 18 holur,  er í 500 m fjarlægð - gott er að vera með léttan poka þar sem ekki er boðið upp á skutl á milli.
Gamli bærinn í Albufeira er í 9 km fjarlægð frá hótelinu - og kostar leigubíll á milli 10 - 13 evrur önnur leiðin.  
Oura-ströndin er í 11 km fjarlægð sem og hið fræga Rua da Oura, þar sem finna má fjölbreytt úrval af börum og skemmtistöðum.
Zoomarine er í 7 km fjarlægð og vatnsrennibrautagarðurinn Slide & Splash er í 17 km fjarlægð. Faro-flugvöllurinn er í 49 km fjarlægð.  
Salgados-golfvöllurinn er í 500 m. fjarlægð  - 18 holu golfvöllur
Það tekur um það bil 15 mínutur að aka frá hótelinu að Albufeira city center, og ca 10 min akstur er til  Algarve Shopping Center í Guia, 
 

----

Íbúðir með einu eða 2 svefnherbergjum 
Svalir
Eldhúsaðstaða/Kitchenette
Stofa með sófa og hægindastólum
Borð og stólar
Baðherbergi
Hárþurrka
Hreinlætisvörur/baðherbergi
Öryggishólf gegn gjaldi
Loftkæling/Kynding
Útisundlaugar - 10 þar af 4 fyrir börn
Úti-líkamsrækt
Barnaklúbbur - 3 - 12 ára - árstíðabundið
Skemmtun : Zumba, vatnsleikfimi og leikir
Sólarhringsmóttaka
 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum.

Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og gististaða á Benidorm, Albir, Altea og Calpe á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með nokkra daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða.

 

Upplýsingar

Herdade dos Salgados, 8200-424 Albufeira, Portúgal

Kort