Albufeira
Hótel Pine Cliff Luxury Collection er glæsilegt 5 stjörnu íbúðahótel við Algarve ströndina. Hótelið tilheyrir Marriott hótelkeðjunni og 
var áður þekkt sem Sheraton Algarve.
 
Gisting:
Í boði eru glæsileg gistirými  með töfrandi útsýni yfir hafið eða friðsæla garða : 
 Ocean suite  með einu svefnherbergi og sundlaugarsýn, Ocean suite með einu svefnherbergi og sjávarsýn, Ocean suite með 2 svefnherbergjum  og sjávarsýn,
tveggja manna herbergi, tveggja manna herbergi Grand deluxe og tveggja manna herbergi með sjávarsýn.  Í öllum herbergjum og svítum  LCD sjónvörp og svalir með húsgögnum
Baðherbergin eru með hárþurrku og smá-snyrtivörur, minibar er á herbergjum/íbúðum og gestamóttakan er opin allan sólarhringinn, herbergisþjónusta er í boði, gegn gjaldi.
WiFi er á öllu hótelinu og er gjaldfrítt.  
 
Aðstaða og Afþreying:
Hótelið er með einkaströnd, með sólbekkjum, sólhlífum og handklæði fyrir gesti, bar er á ströndinni, þar sem hægt er að fá grillaðan fisk, samlokur, ís og drykkjarföng.
Óaðfinnanlegur 9 holu  golfvöllur er á hótelinu í 200 feta hæð yfir sjávarmáli -  þekktasta holan er Devils Parlour sem er par 3 hola en slá þarf yfir gil sem er 197 metra breitt yfir á braut. 
Tennismiðstöðin er búin 5 flóðlýstum völlum, 2 leir, 3 harðir og svo er padel völlur, tilvalið fyrir leik dag og nótt.
Líkamsækt Pine Gliff Goes Active, er með 125 fm aðstöðu búin Technogym búnaði, og í boði eru allskonar  jóga og pilates tímar (aukagjald) innisundlaug, gufubað nuddpottur og eimbað.
Spa, vellíðunarstöðin : SERENTY, staðsett á óviðjafnanlegu 1000 fm athvarfi  þar sem í boði er allt það besta í spa-meðferðum
 
Á hótelinu er verslanir:  Cork World sem er með handgerðar portúgalskar vörur, Boutique, strandvörur, Blómaverslun, Under Armour sportfatnaður og Wines & Co  - Portúgölsk vín,  
Bensimon Fashion Store með tískuvörur og Carola dP Jewes  sem er með  ítalska skartgripi, hönnun sem er margverðlaunuð í Evrópu og Ameríku.
 
 
Fyrir börnin:
Glæsileg aðstaða er fyrir börnin, t.d.  :  Juníor klúbburinn fyrir 8 - 13 ára -  Porto Pirata Kid’s Club sem er á 7000fm svæði og státar m.a. af  2 sstórum sjóræningjaskipum   - fyrir börn á aldrinum 8 mánaða til 8 ára
einnig er 18 holu mini-golf völlur fyrir fjölskylduna
 
Veitingar:
Úrval af veitingastöðum er á hótelinu: 1) Corda Cafe - 2) Jardin Colonial  morgunverðurstaður, 3)  Mirador Champagne bar  - 4) Portulano Lobby bar - 5) Clubhouse - 6) Maré at Pine Cliffs, strandbarinn,
7) O Pescador - sjávarréttastaður - 8) Piri Piri Steakhouse - 9) Yakuza by Olivier - japanskur veitingastaður - 10) O Grill sem er með útsýni fyrir golfvöllinn og sundlaugina, 11) Zest, ávaxtasafar  og létt salöt.
 
Staðsetning:
Frá Faro flugvelli að hótelinu er ca 35-40 mín akstur ( 35 km)
 
Pine Cliff er á Roja Pé/Acoteias, stutt frá er lítið þorp Olhos De Agua 1.6 km ,  Albufeira er í 8.6 km fjarlægð  og Vilamoura 11 km., Loulé er í ca 15km, þar er markaður á laugardagsmorgnum og
urmull að portúgölskum börum og veitingastöðum.  Silves, ( 35 km ) fallegur staður sem er í miðalda höfuðborg Algarve með steinlagðar  götu sem liggja að kastala og á sem rennur í gegnum bæinn
Í Guia er Algarve shopping center ca 13 km fjarlægð frá hóteli
 
Aðbúnaður á Hótel Pine Cliff
Svalir
Sjónvarp
Baðherbergi
Hárþurrka
Hreinlætisvörur
Barnarúm ( aukagjald)
Loftkæling
Útisundlaug
Innisundlaug
Barnasundlaug
Sólbaðsaðstaða
Sólhlífar
Veitingastaðir
Sundlaugarbarir
Tennisvellir
Líkamsrækt
Spa - vellíðun
Gufubað - Eimbað
Jacuzzi
Barnaklúbbur ( aukagjald)
Barnapössun ( aukagjald)
Frítt internet
Golfvölllur 9 holur
Bílastæði
 

 

Upplýsingar

Beach Falésia Açoteias, 8200-912 Albufeira, Portúgal

Kort