Albufeira
Hótel Pine Cliff Luxury Collection er glæsilegt nýuppgert 5 stjörnu íbúðahótel við Algarve ströndina. Hótelið tilheyrir Marriott hótelkeðjunni og 
var áður þekkt sem Sheraton Algarve.
 
Gisting:
Í boði eru glæsileg gistirými  með töfrandi útsýni yfir hafið eða friðsæla garða : 
 Ocean suite  með einu svefnherbergi og sundlaugarsýn, Ocean suite með einu svefnherbergi og sjávarsýn, Ocean suite með 2 svefnherbergjum  og sjávarsýn,
tveggja manna herbergi, tveggja manna herbergi Grand deluxe og tveggja manna herbergi með sjávarsýn.  Í öllum herbergjum og svítum  LCD sjónvörp og svalir með húsgögnum
Baðherbergin eru með hárþurrku og smá-snyrtivörur, minibar er á herbergjum/íbúðum og gestamóttakan er opin allan sólarhringinn, herbergisþjónusta er í boði, gegn gjaldi.
WiFi er á öllu hótelinu og er gjaldfrítt.  
 
Aðstaða og Afþreying:
Hótelið er með einkaströnd, með sólbekkjum, sólhlífum og handklæði fyrir gesti, bar er á ströndinni, þar sem hægt er að fá grillaðan fisk, samlokur, ís og drykkjarföng.
Óaðfinnanlegur 9 holu  golfvöllur er á hótelinu í 200 feta hæð yfir sjávarmáli -  þekktasta holan er Devils Parlour sem er par 3 hola en slá þarf yfir gil sem er 197 metra breitt yfir á braut. 
Tennismiðstöðin er búin 5 flóðlýstum völlum, 2 leir, 3 harðir og svo er padel völlur, tilvalið fyrir leik dag og nótt.
Líkamsækt Pine Gliff Goes Active, er með 125 fm aðstöðu búin Technogym búnaði, og í boði eru allskonar  jóga og pilates tímar (aukagjald) innisundlaug, gufubað nuddpottur og eimbað.
Spa, vellíðunarstöðin : SERENTY, staðsett á óviðjafnanlegu 1000 fm athvarfi  þar sem í boði er allt það besta í spa-meðferðum
 
Á hótelinu er verslanir:  Cork World sem er með handgerðar portúgalskar vörur, Boutique, strandvörur, Blómaverslun, Under Armour sportfatnaður og Wines & Co  - Portúgölsk vín,  
Bensimon Fashion Store með tískuvörur og Carola dP Jewes  sem er með  ítalska skartgripi, hönnun sem er margverðlaunuð í Evrópu og Ameríku.
 
 
Fyrir börnin:
Glæsileg aðstaða er fyrir börnin, t.d.  :  Juníor klúbburinn fyrir 8 - 13 ára -  Porto Pirata Kid’s Club sem er á 7000fm svæði og státar m.a. af  2 sstórum sjóræningjaskipum   - fyrir börn á aldrinum 8 mánaða til 8 ára
einnig er 18 holu mini-golf völlur fyrir fjölskylduna
 
Veitingar:
Úrval af veitingastöðum er á hótelinu: 1) Corda Cafe - 2) Jardin Colonial  morgunverðurstaður, 3)  Mirador Champagne bar  - 4) Portulano Lobby bar - 5) Clubhouse - 6) Maré at Pine Cliffs, strandbarinn,
7) O Pescador - sjávarréttastaður - 8) Piri Piri Steakhouse - 9) Yakuza by Olivier - japanskur veitingastaður - 10) O Grill sem er með útsýni fyrir golfvöllinn og sundlaugina, 11) Zest, ávaxtasafar  og létt salöt.
 
Staðsetning:
Frá Faro flugvelli að hótelinu er ca 35-40 mín akstur ( 35 km)
 
Pine Cliff er á Roja Pé/Acoteias, stutt frá er lítið þorp Olhos De Agua 1.6 km ,  Albufeira er í 8.6 km fjarlægð  og Vilamoura 11 km., Loulé er í ca 15km, þar er markaður á laugardagsmorgnum og
urmull að portúgölskum börum og veitingastöðum.  Silves, ( 35 km ) fallegur staður sem er í miðalda höfuðborg Algarve með steinlagðar  götu sem liggja að kastala og á sem rennur í gegnum bæinn
Í Guia er Algarve shopping center ca 13 km fjarlægð frá hóteli
 
Aðbúnaður á Hótel Pine Cliff
Svalir
Sjónvarp
Baðherbergi
Hárþurrka
Hreinlætisvörur
Barnarúm ( aukagjald)
Loftkæling
Útisundlaug
Innisundlaug
Barnasundlaug
Sólbaðsaðstaða
Sólhlífar
Veitingastaðir
Sundlaugarbarir
Tennisvellir
Líkamsrækt
Spa - vellíðun
Gufubað - Eimbað
Jacuzzi
Barnaklúbbur ( aukagjald)
Barnapössun ( aukagjald)
Frítt internet
Golfvölllur 9 holur
Bílastæði
 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar.

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum.

Upplýsingar

Beach Falésia Açoteias, 8200-912 Albufeira, Portúgal

Kort