Albufeira

VidaMar Resort Hotel glæsilegt  er 5 stjörnu hótel við hliðina á friðlýstu svæði, með útsýni yfir Atlantshafið. 

VidaMar er eins og vin í eyðimörk, yndislegt er að ganga  meðfram sundlaugunum   og  einnig í svölum skugga frá
pálmatrjánum. Ógleymanlegur staður þar sem gestir geta notið  5 stjörnu þjónustu þar sem  öryggi og vellíðan og
góð þjónusta er í fyrirrúmi.  
 
Gisting:
 
Öll herbergi eru glæsilega innréttuð,  og boðið er upp á herbergi með sjávarsýn -  útsýni yfir Salgados lónið -  garða eða sundlaugar.
Herbergin eru björt og rúmgóð og útbúin öllu því helsta sem 5 stjörnu hótel bjóða upp á. 
Tveggja manna herbergi eru annaðhvort með 2 stökum rúmum eða hjónarúmi. Baðherbergin eru  með hárþurrku,  hreinlætisvörur og inniskó.
Í herbergjum er rafmagnsketill, Nespresso kaffivél, minibar, háskerpusjónvarp og  sími og minibar

Loftkæling / sjálfvirk hitastilling er á herbergjum. Í boði eru tveggja manna herbergi, tveggja manna herbergi með sundlaugarsýn eða fjölskylduherbergi

Hægt er að fá barnarúm gegn beiðni/ósk

 

Aðstaða og afþreying:

 

Á hótelinu eru 3 sundlaugar með saltvatni,sú stærsta er 70 metra löng og 25m breið og 2m djúp, Upphituð laug er fyrir börnin og The Chill-out pool fyrir þá

sem vilja slaka á í lok dags - alls eru 1800 fm af sundsvæði og eru öryggisverðir við sundlaugarnar.

Á hótelinu er OSMOS Wellness center sem býður allskyns meðferðir, inni og úti. Líkamsræktarsalur er á hótelinu, hárgreiðslustofa og fegrunarstofa.

Rétt utan við hótelið u.þ.b. 200 m., er hin 7 km langa og gullna Salgados strönd og eru þar allskyns vatnaleikir og íþróttir í boði á ströndinni. (aukagjald)

1200 Pálmatré og óteljandi tegundir af blómum eru í görðunum í kring um hótelið og stórt grassvæði fyrir börnin til að leika sér.

Hægt er að fá barnapössun (aukagjald) og bílastæði er á hótelinu

 

Veitingar:

 

Fjölmargir frábærir veitingastaðir og barir eru á hótelinu, Ocean Restaurant býður upp á morgunverðarhlaðborð, Primadonna Restaurant eru með Miðjarðarhafs- og ítalska rétti,

Sunset Restaurant & Bar, ljúf tónlist , angan a bragðgóðum réttum og útsýni yfir sundlaug gera þennan stað eftirsóttan, Olivo Meat and Wine Restaurant, mjög huggulegur og

fínn veitingarstaður sem sérhæfir sig í nautakjöti (aged beef). AJI Oriental Flavours Restaurant , Sushi og austurlenskir réttir, Nespresso Cafe, Lisboa Bar, the Lobby Bar

the Wet Bar og Tiki bar. Gestir eru beðnir um að klæðast snyrtilegum klæðnaði þegar borðað er á veitingastöðunum.

 

Fyrir börnin:

 

VidaClub: ( aukagjald) fyrir börn á aldrinum 4 - 11 ára, þar sem börnin geta farið í sundkeppnir, málað og litað, fræðsluleikir og ýmsa íþróttaleiki.

Á haustin og vorin er getur dagskráin verið í lágmarki eða lítil sem engin.

 

Staðsetning:

Frá Faro flugvelli að hóteli er 46 mínútna akstur

Staðir til að skoða og fjarlægð frá hóteli: Salgados ströndin 6 mín gangur, Gale ströndin 10 mín ganga, Herdade dos Salgados Golf, 5 min. ganga, fuglaskoðunarstaður við Salgados

lónið 15 mín ganga, Albuferia Marina 7.3km, Albufeira gamli bærinn 8.4 km, Algarve Shopping Center í Guia 8.9 km og Vilamoura 24 km og Aqualand Algarve er í 9.4 km. fjarlægð.

 

Aðbúnaður

Svalir

Sjónvarp - háskerpu/LCD

WiFi - frítt

Rafmagnsketill/Nespresso vél

Baðherbergi

Hárþurrka

Hreinlætisvörur

Öryggishólf

Loftkæling/ sjálfvirk hitastilling

Útisundlaugar

Barnalaug

Sundlaugarbarir

Spa- vellíðunaraðstaða

Sauna/Eimbað

Hárgreiðslu og fegrunarstofa

Barnaklúbbur 4-11 ára - aukagjald

Barnapössun (aukagjald)

Veitingastaðir

Sólarhringsmóttaka

Herbergisþjónusta

Golfvöllur - í göngufæri

Bílastæði

 

 

Upplýsingar

VidaMar Resort Hotel Algarve, R. da Boca da Alagoa, 8200-424 Guia, Portúgal

Kort