VidaMar Resort Hotel glæsilegt er 5 stjörnu hótel við hliðina á friðlýstu svæði, með útsýni yfir Atlantshafið.
Loftkæling / sjálfvirk hitastilling er á herbergjum. Í boði eru tveggja manna herbergi, tveggja manna herbergi með sundlaugarsýn eða fjölskylduherbergi ( 2 + 2 börn)
Hægt er að fá barnarúm gegn beiðni/ósk
Herbergisþjónustu er í boði allan sólarhringinn. ( gjald)
Aðstaða og afþreying:
Á hótelinu eru 3 sundlaugar með saltvatni,sú stærsta er 70 metra löng og 25m breið og 2m djúp, Upphituð laug er fyrir börnin og The Chill-out pool fyrir þá
sem vilja slaka á í lok dags - alls eru 1800 fm af sundsvæði og eru öryggisverðir við sundlaugarnar.
Á hótelinu er OSMOS Wellness center sem býður allskyns meðferðir, inni og úti. Líkamsræktarsalur er á hótelinu, hárgreiðslustofa og fegrunarstofa.
Rétt utan við hótelið u.þ.b. 200 m., er hin 7 km langa og gullna Salgados strönd og eru þar allskyns vatnaleikir og íþróttir í boði á ströndinni. (aukagjald)
1200 Pálmatré og óteljandi tegundir af blómum eru í görðunum í kring um hótelið og stórt grassvæði fyrir börnin til að leika sér.
Hægt er að fá barnapössun (aukagjald) og bílastæði er á hótelinu
Veitingar:
Fjölmargir frábærir veitingastaðir og barir eru á hótelinu, Ocean Restaurant býður upp á morgunverðarhlaðborð, Primadonna Restaurant eru með Miðjarðarhafs- og ítalska rétti,
Sunset Restaurant & Bar, ljúf tónlist , angan a bragðgóðum réttum og útsýni yfir sundlaug gera þennan stað eftirsóttan, Olivo Meat and Wine Restaurant, mjög huggulegur og
fínn veitingarstaður sem sérhæfir sig í nautakjöti (aged beef). AJI Oriental Flavours Restaurant , Sushi og austurlenskir réttir, Nespresso Cafe, Lisboa Bar, the Lobby Bar
the Wet Bar og Tiki bar. Gestir eru beðnir um að klæðast snyrtilegum klæðnaði þegar borðað er á veitingastöðunum.
Fyrir börnin:
VidaClub: ( aukagjald) fyrir börn á aldrinum 4 - 11 ára, þar sem börnin geta farið í sundkeppnir, málað og litað, fræðsluleikir og ýmsa íþróttaleiki.
Á haustin og vorin er getur dagskráin verið í lágmarki eða lítil sem engin.
Staðsetning:
Frá Faro flugvelli að hóteli er 46 mínútna akstur
Staðir til að skoða og fjarlægð frá hóteli: Salgados ströndin 6 mín gangur, Gale ströndin 10 mín ganga, Herdade dos Salgados Golf, 5 min. ganga, fuglaskoðunarstaður við Salgados
lónið 15 mín ganga, Albuferia Marina 7.3km, Albufeira gamli bærinn 8.4 km, Algarve Shopping Center í Guia 8.9 km og Vilamoura 24 km og Aqualand Algarve er í 9.4 km. fjarlægð.
Aðbúnaður
Svalir
Sjónvarp - háskerpu/LCD
WiFi - frítt
Rafmagnsketill/Nespresso vél
Baðherbergi
Hárþurrka
Hreinlætisvörur
Öryggishólf
Loftkæling/ sjálfvirk hitastilling
Útisundlaugar
Barnalaug
Sundlaugarbarir
Spa- vellíðunaraðstaða
Sauna/Eimbað
Hárgreiðslu og fegrunarstofa
Barnaklúbbur 4-11 ára - aukagjald
Barnapössun (aukagjald)
Veitingastaðir
Sólarhringsmóttaka
Herbergisþjónusta
Golfvöllur - í göngufæri
Bílastæði
ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar.
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum.
Upplýsingar
VidaMar Resort Hotel Algarve, R. da Boca da Alagoa, 8200-424 Guia, Portúgal
Kort