Albufeira

AÐSTAÐA

Club Albufeira Garden Village er glæsilegt 3 stjörnu hótel sem er innan við 2 kílómetra fjarlægð frá Fisherman‘s ströndinni í Albufeira. Hótelið býður upp á 4 útisundlaugar og bar við sundlaugarbakkann.

Í nágreninu er nóg af skemmtilegu tómstudnarstarfi, þar á meðal snorkl, sjóskíði og brimbrettabrun. Einnig er mögulegt að leigja reiðhjól til að skoða staðsetninguna frekar. Auk þess er aðskilin barnasundlaug og leiksvæði fyrir börn.

 

GISTING 

Íbúðirnar eru huggulegar í hefðbundnum stíl á Albufeira Clube og eru allar íbúðirnar með sérsvölum og kapalsjónvarpi. Allar Superior íbúðirnar eru með loftkælingu, eldunaraðstöðu, sér borðstofu og en-suite baðherbergi.

 

VEITINGASTAÐIR

Veitingastaðirnir O Pavilhão og Casa Azul framreiða bæði staðbundna og alþjóðlega matargerð. Léttar veitingar og drykkir eru í boði á börum hótelsins, A Pergola og A Cascata.

 

STAÐSETNING

Clube Albufeira er í innan við 5 mínútna akstursfjarlægð frá miðbæ Albufeira sem hefur áhugaverða staði, þar á meðal Modelo verslunarmiðstöðina. Faro flugvöllur er í 30 mínútna akstursfjarlægð.

 

AÐBÚNAÐUR

Dagleg þrif

2 veitingastaðir og 2 sundlaugarbarir

Árstíðabundin útisundlaug

Flugrúta

Sólarhringsmóttaka

Bókasafn

Matvöruverslun

Hraðbanki / bankaþjónusta

Ókeypis þráðlaust net í móttöku og ókeypis bílastæði

Barnalaug

Leikvöllur á staðnum

Eldhús

Eldunaráhöld, leirtau og hnífapör

Örbylgjuofn

Ísskápur

 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum.

Upplýsingar

Estr. de Ferreiras, 8200-397 Albufeira, Portúgal

Kort