Benalmadena

Best Siroco er nýuppgert 4 stjörnu fjölskylduhótel mjög vel staðsett í rólegu umhverfi en þó nálægt aðal ferðamannasvæði  Benalmadena. Ströndin, smábátahöfnin og verslanir eru  í u.þ.b. 200 m fjarlægð, aðgengilegt  fyrir hótelgesti í gegnum neðanjarðargöng.

 
Gisting:
Hotel Best Siroco er nýuppgert, 4 stjörnu hótel,  herbergin eru björt og falleg, val er um standard herbergi, Premium herbergi með sjávarsýn og  Superior herbergi með sjávar og/eða garðsýn. Á herbergjum er sími, gervihnattasjónvarp, WiFi internet, minibar, loftkæling og öryggishólf.
Svalir eru með lítið borð og 2 stóla. Baðherbergin eru með baðkar/sturtu, hárþurrku og smá-hreinlætisvörur. 
Herbergin eru þrifin daglega og gestamóttakan er opin allan sólarhringinn
 
Aðstaða/Afþreying:
Á hótelinu er líkamsræktaraðstaða, Tyrkneskt bað, gufubað, leikjaherbergi/ billiard, barnaklúbbur Mini-klúbbur fyrir börn 5 ára og eldri og barnaleikvöllur, stór verönd með hengirúmum og sólhlífum, 2 sundlaugar fyrir fullorðna og ein barnalaug, sundlaugarbar, hárgreiðslustofa og minjagripa verslun. Hægt er að fá handklæði frítt gegn tryggingu. Á  hótelinu eru bílastæði (aukagjald) og örskammt  frá hótelinu eru strætisvagnar, athuga þarf hjá gestmóttöku
tímatöflu.
 
 
Veitingar:
Veitingastaðurinn býður upp á hlaðborð, opnunartímar eru: morgunverður 07.30 - 10.00, hádegisverður kl. 13.30 - 15.00 og kvöldverður*  milli kl. 18.30 og 21.15  (dress code - smart casual *)
Sundlaugarbar og Cafeteria.
 
Fyrir börnin:
Barnaklúbbur,  Miniclub fyrir börn 5 ára og eldri , barnaleikvöllur og barnasundlaug. 
 
Staðsetning:
Frá Malaga flugvellinum að hóteli er ca 10 km ( 15 min. akstur)
Best Siroco er staðsett í rólegu umhverfi en þó  nálægt aðal ferðamannasvæði  Benalmadena. Ströndin, smábátahöfnin og verslanir eru  í  u.þ.b. 200 m fjarlægð. Aðrir áhugaverðir staðir : Bátahöfnin, 13 min ganga, Sea Life, 9 min. ganga, Paloma almenningsgarðurinn 17 min  ganga, Tivoli World skemmtigarðurinn 24 mín. ganga og Aqualand vatnagarðurinn er í 4 km. fjarlægð.
 
Aðbúnaður
Svalir
Verönd
Sjónvarp
Baðherbergi
Hárþurrka
Hreinlætisvörur
Öryggishólf
Minibar 
Loftkæling
Útisundlaugar
Barnasundlaug
Gufubað
Tyrkneskt bað
Líkamsrækt
Leikjaherbergi
Barnaleikvöllur
Barnaklúbbur
Sundlaugarbar
Sólbaðs aðstaða
Handklæði gegn tryggingu
Sólarhringsmóttaka

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum.

 

Upplýsingar

Carril del Siroco, S/N, 29630 Benalmádena, Málaga

Kort