Hotel Palmasol, Benalmádena er vinsælt og gott 3ja stjörnu hótel í rólegum umhverfi, beint á móti Puerto Marina smábátahöfninni og
um 250 metra frá frá bestu ströndum Benalmádena,
Frábær staðsetning að öllu því sem Benalmádena og Toerremolinos hefur upp að bjóða.
Gisting:
Í boði eru tveggja manna herbergi: standard, með hliðarsjávarsýn, með sundlaugarsýn
og tveggja manna herbergi Superior.
Herbergin eru björt og með svölum, stærð á herbergjum er um 14 fm., herbergin eru búin gervihnattasjónvarpi,
síma, öryggishólfi ( aukagjald), internet WiFi internet gegn gjaldi og loftkælingu og minibar/kæliskáp.
Baðherbergin eru með baðkar eða sturtu, hárþurrku og hreinlætisvörur
Hægt er að kaupa minibar "pakka" (aukagjald) og fá hraðsuðuketil (aukagjald)
Aðstaða/Afþreying:
Hótelið er með góða líkamsræktar aðstöðu, gufubað og Jacuzzi (úti), sjónvarpsherbergi
þar sem hægt er að hvíla sig og njóta t.d horfa á sport eða góða bíómynd og
leikjaherbergi með billiard aðstöðu.
Frítt internet er í gestamóttökunni.
Úti og inni sundlaugar, barnalaug, sólbekkir og sólhlífar.
Skemmtidagskrá fyrir alla aldurshópa (Mambo´s bar)
Veitingar:
The Palm restaurant - hlaðborðsveitingastaður, hafið samband við gestamóttöku til að
fá upplýsingar um opnunartíma og einnig til að fá upplýsingar hvenær er grillað utandyra
Barbecue
The Mambo´s bar, innibar með útsýni yfirr sundlaugina, sem býður upp á skemmtidagskrá
hafa þarf samband við gestamóttöku til að upplýsingar um opnunartíma.
La Choza Bar, (kofinn) nálægt sundlauginni, býður upp á hressandi drykki og ís
Fyrir börnin.
Barnaklúbbur, Palmy Club Palmasol fyrir 4 - 10 ára, þar er lukkudýrið Palmy sem
börnin elska, og leikaðstaða, útileikir og fræðsluleikir, t.d. sjóræningjaleikir, andlitsmálning,
vísindaleikir og margt fleira - gestamóttakan upplýsir um opnunartíma
Barnalaug er á hótelinu
Skemmtidagsrká fyrir alla aldurshópa.
Staðsetning:
Frá flugvelli að hóteli er ca 15-20 mín akstur.
Bátahöfnin í Benalmadena er í 9 mín gögnufjarlægð, La Carihuela ströndin - 16 min ganga,
Aqualand - 41 mín ganga, Paolma almenningsgarðurinn - 25 mín., ganga, Tilvoli World
skemmtigarðurinn - 32 min. ganga, Torrequebrada spilavítið 42 mín. ganga og Costa Del sol
Torgið er í 3.7 km.fjarlægð
Aðbúnaður:
Svalir
Sjónvarp
Baðherbergi
Hárþurrka
Hreinlætisvörur
Öryggishólf (aukagjald)
Loftkæling
Útisundlaug
Innisundlaug (febrúar - maí)
Barnalaug
Líkamsrækt
Sauna
Jacuzzi (utandyra)
Sjónvarpsherbergi (TV room)
Internet gegn gjaldi
Frítt internet í gestamóttöku
Skemmtdagskrá
Barnaklúbbur
Sólarhringsmóttaka
Upplýsingar
Av. del Mar, 7, 29630 Benalmádena, Málaga, Spánn
Kort