Benalmadena

Hotel Palmasol, Benalmádena er fallegt og gott 4 stjörnu hótel í rólegu umhverfi, beint á móti Puerto Marina smábátahöfninni og um 250 metra frá frá bestu ströndum Benalmádena. Frábær staðsetning að öllu því sem Benalmádena og Toerremolinos hefur upp að bjóða.

 
Gisting:
Í boði eru standard tveggja  manna herbergi, herbergi með hliðarsjávarsýn og herbergi með sundlaugarsýn, . Hótelið er með örfá herbergi fyrir hreyfihamlaða og nokkur herbergi sem geta verið samtengd en óska þarf sérstaklega eftir þeim herbergjum.
Herbergin eru björt og með svölum,  herbergin eru búin gervihnattasjónvarpi, síma, öryggishólfi ( aukagjald), internet WiFi internet gegn gjaldi og loftkælingu og minibar/kæliskáp. Hraðsuðuketil er hægt að fá gegn aukagjaldi.  
Baðherbergin eru með baðkar eða sturtu, hárþurrku og hreinlætisvörur.
 
Aðstaða/Afþreying:
 
Hótelið er með góða líkamsræktar aðstöðu, gufubað og Jacuzzi (úti), sjónvarpsherbergi þar sem hægt er að hvíla sig og njóta t.d horfa á sport eða góða bíómynd og leikjaherbergi með billiard aðstöðu.
 
Frítt internet er í gestamóttöku.
Úti og inni sundlaugar, barnalaug, sólbekkir og sólhlífar.
Skemmtidagskrá fyrir alla aldurshópa (Mambo´s bar)
 
 
Veitingar:
 
The Palm restaurant - hlaðborðsveitingastaður, hafið samband við gestamóttöku til að fá upplýsingar um opnunartíma og einnig til að fá upplýsingar hvenær er grillað utandyra
Barbecue 
 
The Mambo´s bar, innibar með útsýni yfirr sundlaugina, sem býður upp á skemmtidagskrá  hafa þarf samband við gestamóttöku til að upplýsingar um opnunartíma.
 
La Choza Bar, (kofinn) nálægt sundlauginni, býður upp á hressandi drykki og ís
 
 
Fyrir börnin.
 
Barnaklúbbur, Palmy Club Palmasol fyrir 4 - 10 ára, þar er lukkudýrið Palmy sem börnin elska, og leikaðstaða, útileikir og fræðsluleikir, t.d. sjóræningjaleikir, andlitsmálning,
vísindaleikir og margt fleira  - gestamóttakan upplýsir um  opnunartíma.   Barnalaug er á hótelinu.
 
Skemmtidagskrá fyrir alla aldurshópa.
 
Staðsetning:
 
Frá flugvelli að hóteli er ca 15-20 mín akstur.
Bátahöfnin í Benalmadena er í 9 mín gögnufjarlægð, La Carihuela ströndin - 16 min ganga,  Aqualand -  41 mín ganga, Paolma almenningsgarðurinn - 25 mín., ganga, Tilvoli World , skemmtigarðurinn  32 min. ganga, Torrequebrada spilavítið 42 mín. ganga og Costa Del sol Torgið er í 3.7 km.fjarlægð
 
Aðbúnaður:
Svalir
Sjónvarp
Baðherbergi
Hárþurrka
Hreinlætisvörur
Öryggishólf (aukagjald)
Loftkæling
Útisundlaug
Innisundlaug (febrúar - maí)
Barnalaug
Líkamsrækt
Sauna
Jacuzzi (utandyra)
Sjónvarpsherbergi (TV room)
Internet gegn gjaldi
Frítt internet í gestamóttöku
Skemmtdagskrá
Barnaklúbbur
Sólarhringsmóttaka

Upplýsingar

Av. del Mar, 7, 29630 Benalmádena, Málaga, Spánn

Kort