Fuengirola

Myramar íbúðahótelið í Fuengirola er  gott 3ja stjörnu íbúðahótel sem eins og litið þorp, um 230 íbúðir, ýmist með einu eða tveim svefnherbergjum eða studíó. Hótelið er staðsett í íbúðahverfi í Fuengirola, Malaga. Hótelið býður upp á úrval tómstunda og þjónustu fyrir alla fjölskylduna og er í 10 mín.göngufjarlægð frá ströndinni.

Verslunargötur, veitingahús og barir  eru í nágrenninu. Hótelið er nálægt almenningssamgöngum.
 
Gisting: 
 
Íbúðir með einu eða 2 svefnherbergjum með verönd eða svölum, eldhúsaðstöðu, ísskáp, brauðrist og hraðsuðukatli, örbylgjuofn,
borðstofuborð og stólar, sófi, gervihnattasjónvarp, síma og öryggishólf og loftkæling. Baðherbergi  eru með sturtu og hárþurrku.
Íbúð með einu svefnherbergi er um 40fm og íbúð með 2 svefnherbergjum er um 58 fm
 
Aðstaða /Afþreying:
 
Á Myramar eru tvær sundlaugar,  innisundlaug sem er upphituð að 30° athuga að gestir þurfa að vera með sundhettur ( hægt að kaupa í  líkamsræktarstöðinni) og
útisundlaug og þar er boðið upp á sundleiki  á sumrin.  Barnalaug er á hótelinu, öryggisvarsla er við sundlaugar. 
Líkamsræktaraðstaða er á hótelinu með frábærum tækjum,(state of art) og hægt er að fá einkaþjálfun gegn gjaldi
Vellíðunaraðstaða er á hótelinu, þarsem boðið er upp á sauna* og  jacuzzi* og nuddmeðferðir* (aukagjald*)
10 "paddle" / spaða tennisvellir er á hótelinu, þar af tveir fyrir börn ( ath að gjald þarf að greiða fyrir leigu á tennisvelli)
Barnaklúbbur  og 300 fm leikvöllur fyrir börnin, og mini disco eru á kvöldin í Aqua Bar, ásamt leikjum og skemmtidagsskrá fyrir börnin
og dans á kvöldin fyrir alla til miðnættis.
Hótelið er frábært fyrir golfarann, staðsett í landfræðilegri miðju Costa del Sol þar sem í boði eru 50 golfvellir. Um það bil
15 mínútna akstur er á Marbella, Mijas ogTorrequebrada
 
 
Veitingar:
 
Olea restaurant:
 
Opið eldhús þar sem boðið er upp á Andalusian rétti og ýmsa heilsurétti, þeir leggja sérstaka alúð við ólífuolíuna sem
framleidd er á svæðinu og eru allir réttirnir gerðir með ólífuolíu í grunninn.
 
Colonial Restaurant:
 
Morgunverðarhlaðborð, með churros, ferska ávexti, hnetur, sveskjur og fíkjur og jafnvel enskan morgunverð
 
Á kvöldin er boðið upp á Miðjarhafsmatargerð auk þess eru oft þema með ítalskri, indverskri, asískri eða
mexikóskri matargerð  -  (opið eftir árstíma)
 
Aqua Bar:
 
Aquabar búður upp á koktailmaðseli, ferska ávaxtahristinga með vanilluís, arómatísk te og gæmigerðan
Malaga mat svo sem piparslatið Malaguena Fritura, ansjósur í ediki, rjómalgöuð hrísgrjón eða andalúsískan
Gazpacho.
Fyrir þá sem vilja fá eftirrétti er boðið upp á Dulce de Leche eðaTres súkkulaði.
 
Á kvöldin er hlý og ilmandi stemming af kertaljósum og reykelsi ásamt lifandi tónlist og skemmtiatriðum.
Opið eftir árstíma
 
 
Fyrir börnin:
 
Barnalaug er á hótelinu og barnaklúbbur ásamt 300 fm leikvelli  fyrir börnin. Mini disco eru á kvöldin í Aqua Bar, ásamt leikjum og skemmtidagsskrá fyrir börnin
Dans á kvöldin fyrir alla til miðnættis. 
Tveir  "paddle" / spaða tennisvellir eru á hótelinu fyrir börn ( ath að gjald gæti þurft að greiða fyrir leigu á tennisvelli)  
 
Staðsetning: 
 
Frá flugvellinum í Malaga að hótel Myramar er ca 20 mín akstur.
Áhugaverðir staðir í göngufjarlægð:
Bioparc Fuengirola dýragarðurinn, 15 mín. ganga, Fuengirola strönd, 32 min ganga, Miramar verslunarmiðstöðin - 5 mín.ganga
Fuengirola Adventure golfklúbburinn, 7 mín. ganga, Sohail kastalinn, 19 mín.ganga og Vatnsrennibrautargarðurinn Parque Acuatico
Mijas er í 15 mín. göngufjarlægð.
 
Aðbúnaður:
Svalir eða Verönd
Sjónvarp
Sófi 
Baðherbergi
Hárþurrka
Eldhúsaðstaða
Ísskápur
Öryggishólf
Gervihnattasjónvarp
Sími
Loftkæling
Sundlaugar
Sundlaugabar
Sólbaðsaðstaða
Líkamsækt (gegn gjaldi)
Gufubað Jacuzzi ( aukagjald)
Barnaklúbbur/leikvöllur
Barnalaug
Tennisvellir ( paddle)
Skemmtidagskrá
Veitingastaðir
Netaðgangur
Sólarhringsmóttaka
 

Upplýsingar

Myramar, Urb. Castillo de, Calle San Miguel, 1, 29640 Fuengirola, Málaga, Spánn

Kort