Fuengirola

Monarque Torreblanca er 3ja stjörnu hótel staðsett í miðbæ Costa del Sol og í 100 metra fjarlægð frá Torreblanca ströndinni.

Í boði eru  standard tveggja manna herbergi og fjölskylduherbergi.
Hótelið er umkringt rúmgóðum og þægilegum garði og frábært útsýni er frá hótelinu yfir Miðjarðarhafið.  
Nálægð  við  göngusvæðið (Boardwalk) og hina einstöku Playa de las Gaviotas strönd sem fengið hefur Bláfánann, sem tryggja á aðgengi, hreinleika og öryggi er einnig frábær kostur.. 
 Fyrir golfáhugafólkið  þá eru bestu golfvellirnir í nágrenninu. 
 
Gisting:
 
Hótelið býður upp á tveggja manna standard  herbergi og fjölskylduherbergi.
Herbergin eru ágætlega rúmgóð og eru  með minbar, (aukagjald), gervihnattasjónvarp og baðherbergi með hárþurrku og hreinlætisvörur. Frítt WiFi /Internet er á herbergjum 
Herbergin eru reyklaus.
 
Aðstaða og afþreying:
 
Útisundlaug og barnalaug eru á hótelinu ásamt sólbaðsaðstöðu og sólbekkjum og leikjaherbergi  ( Ping Pong og Píla - darts) .
Á kvöldin er lífleg dans- og  skemmtidagskrá á Cafe barnum sem á aðalhæðinni. 
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn.
Frítt Internet WiFi er á hótelinu.
 
Fyrir börnin:
 
Barnalaug, leikjaherbergi og skemmtidagskrá fyrir alla aldurshópa.
 
Veitingar:
 
Stór og litríkur veitingastaður er á hótelinu  sem býður upp á hlaðborðsmáltíðir, með innlendri  og alþjóðlegri matargerð.
 
Vinalegt Cafe með fallegri verönd og sundlaugarsýn er á aðalhæðinni og þar er bæði dansgólf og svið fyrir kvöldskemmtanir og hátíðahöld.
 
Sundlaugarbarinn þar sem hægt er að sitja undir tjaldhimni og hvíla sig frá sólinni, býður upp á snarl, drykki og skyndibita.
 
Staðsetning og áhugaverðir staðir í nágrenni hótels:
 
Frá flugvelli að hóteli er ca 20 mín akstur ( 16 km.)
 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum.

 

 
Caravajal ströndin er í 8 mín göngufjarlægð - þar eru í boði allskyns vatnaíþróttir sem hægt er að spreyta sig á, rómverski fornminjagarðurinn er í ca 14 mín göngufjarlægð, Tilvoli World er í 7.1 km fjarlægð, Miramar Shopping Center er 4.6 km, 
Bioparc Fuengirola dýragarðinn 4.2 km., og Parque Acuatico Mijas vatnsrennibrautagarðurinn er í 4.5 km. fjarlægð, og smábátahöfnin Puerto Marina í Benalmadena er í 9.1 km. fjarlægð.
Fyrir golf áhugafólk : frá hóteli - Torrquebrada Golf 5.6 km ., Mijas Golf 5.7 km. og Benalmadena Golf 6 km. 
 
Aðbúnaður
 
Tvíbýli og fjölskylduherbergi
Svalir
Gervihnattasjónvarp
Baðherbergi
Hárþurrka
Hreinlætisvörur
Öryggishólf
Útisundlaug
Barnalaug
Sólbaðsaðstaða
Sólbekkir
Sundlaugarbar
Skemmtidagskrá 
Sólarhringsmóttaka

Upplýsingar

Calle Torreblanca del Sol, s/n, 29640 Fuengirola, Málaga, Spánn

Kort