Torremolinos

Sol Principe er frábært 4 stjörnu fjölskylduhótel staðsett við Playamar ströndina í Torremolinos. Björt og nútímaleg herbergi, suðrænn hótel garður, sundlaugar og krakkaklúbbur "Katmandu Adventures.(aukagjald)

 
Gisting:
 
Tveggja manna herbergin  eru með svalir og garð eða sundlaugarsýn. loftkælingu, gervihnatta sjónvarp.
síma, minibar (aukagjald) og öryggishólf (aukagjald) og þráðlaust net (WiFi)
Baðherbergin eru með baðkari,  hárþurrku og hreinlætisvörur.
Fjölskylduherbergin eru með svalir með sundlaugarsýn, aðstaðan skiptist niður í svefnherbergi og stofu, á milli er rennihurð.
í svefnherbergi eru  2 rúm (twin) eða hjónarúm og í stofu er svefnsófi og auka-beddi.
Loftkæling, gervihnatta sjónvarp.sími, minibar (aukagjald) og öryggishólf (aukagjald) og þráðlaust net (WiFi) 
Baðherbergin eru með baðkari,  hárþurrku og hreinlætisvörur.
 
Aðstaða/Afþreying:
 
Á Sol Principe eru 3 sundlaugar, Caribbean Lake sundlaugin sem 1500fm , 3 nuddpottar, gosbrunnur og næturlýsing.
Miramar sundlaugin,  þaðan er hægt  að ganga beint niður  að Paseo Marítímo og Playamar ströndinni, inni-sundlaug er á hótelinu sem er opin frá janúar til maí og október.
Leiksvið fyrir skemmtidagskrá, líkamsrækt,spinning, vatnsleikfimi, Latin dans kennsla  (aukagjald) og allskyns skemmtanir.
Laser Tag ( aukagjald og er árstíðabundið) Mini Karting (aukagjald og er árstíðabundið)
Á staðnum er hárgreiðslu og fegrunar stofa ( hand-fóta og nudd meðferðir t.d. Fish Spa) 
 
Veitingar og Barir:
 
INTERNATIONAL BUFFET :  hlaðborð fyrir morgunverð, hádegisverð og kvöldverð þsr sem allir ættu að finna eitthvað sem þeim líkar.
IN & OUT BAR :  býður upp á snarl og drykki milli mála, a la carte matseðill og er opinn frá kl. 11.00 - miðnættis.
SPORTS BAR :   5 mismunandi sport rásir "via Satellite"  - frábært að byrja eða enda kvöldið þar við huggulegan drykk.
BAR CARIBE : sundlaugarbarinn ( opinn á sumrin ) þar er hægt að fá ferska ávaxtasafa, gos og ís.
 
Fyrir börnin: 
 
Katmandu Adventures (aukagjald) nýr og spennandi barnaklúbbur þar sem sérhæfðir 
leiðbeinendur stjórna leik og starfi, flott leiksvæði þar sem börn geta notið sín til fulls.
Með " Maiya og Kumar"  í göngu innan hótels upplifa þau lífið í Enchanted Forest, mörkin milli veruleika og fantasíu - og alls kona uppákomur,  barnapartý, smádiskó, íþróttastarf og minigolf.
 
Staðsetning:
 
Frá Malaga flugvelli að hóteli eru um það bil 4.8 km. Hótelið er staðsett nánast við Playamar ströndina. ( 0.6 km)
Aqualand Torremolinos vatnagarðurinn er í 1,7 km fjarlægð, Plaza Mayor Malaga verslunarmiðstöðin er í 2,9 km. fjarlægð frá hóteli og Malaga höfnin erí 10,6 km. fjarlægð frá hóteli.
 
Aðbúnaður: 
 
Tveggja manna herbergi
Fjölskylduherbergi
Svalir - garðhúsgögn
Sófi
Gervihnattasjónvarp
Þráðlaust net (WiFi)
Sími
Loftkæling
Kynding (árstíðabundið)
Baðherbergi
Hárþurrka
Hreinlætisvörur
Öryggishólf (aukagjald)
Ísskápur (aukagjald)
Útisundlaug
Sólbaðs aðstaða
Sólbekkir - sólhlífar
Sundlaugarbar
Líkamsrækt
Barnaklúbbur
Barnadagskrá
Skemmtidagskrá
Sólarhringsmóttaka

Upplýsingar

Paseo del Colorado, 26, 29620 Torremolinos, Málaga, Spánn

Kort