Fuengirola

Hotel Fuengirola Mediterráneo Real, er 4ja stjörnu íbúðahótel staðsett í hinu fallega þorpi Los Boliches sem tilheyrir hinum þekkta strandbæ Fuengirola. Rétt handan við hornið er að finna stórmarkaðinn "El Corte Inglés" ásamt úrvali af góðum veitingastöðum og notalegum börum.

 
Gisting: 
 
Stílhreinar íbúðir með einu eða tveim svefnherbergjum með svölum,  eldhúskrók með  ísskáp/frystir, uppvöskunarvél, eldunaraðstöðu, örbylgjuofn, þvottavél og þurrkara, straujárn og strauborð, brauðrist, kaffivél og eldhúsáhöld borðstofuborð og stólar.
Loftkæling og kyndinu, gervihnattasjónvarp, DVD/CD og öryggishólf (aukagjald) og þráðlaust net fyrir 1 tæki.
Baðherbergin eru með sturtu, hárþurrku og hreinlætisvörur.
Reykskynjarar eru í öllum íbúðum. ( hægt að biðja um reyklausar íbúðir.)
 
Aðstaða:
 
Á hótelinu er útisundlaug,sólbekkir og sólhlífar,sauna, jacuzzi, og garður. 
Sundlaugin er með ramp fyrir hreyfihamlaða.  6 lyftur eru á hótelinu og  bílastæði (aukagjald)
Herbergisþjónusta (aukagjald) Skipt er um handklæði tvisvar í viku og rúmföt einu sinni í viku.
 
Veitingar:
 
Kaffi bar og veitingastaður/bar fyrir hótelgesti - matargerðarlist frá Miðjarðarhafinu er sérgrein staðarins hægt er að fá morgunverð og hádegisverð.
 
Afþreying:
 
El Corte Inglés verslunarmiðstöðin er í 300 metra fjarlægð frá hóteli, og götumarkaður í 1.1 km fjarlægð frá hóteli.
Fuengirola ströndin er í 15 mínútna göngufjarlægð frá hóteli, Los Bolichas ströndin er í 7 mínútna göngufjarlægð eða heimsækja  Mijas vatnagarðinn, , Miramar verslunarmiðstöðina,, Historic center of Fuengirola, Bioparc Fuengirola dýragarðinn,,
Sohail kastalann, Fuengirola marina/höfnina, og golfvelli: t.d. La Cala goflvöllurinn sem er í 9.4 km. fjarlægð.
 
Staðsetning:
 
Hótelið er staðsett í þorpinu Los Boliches sem tilheyrir Fuengirola.
Frá flugvelli Malaga að hóteli eru 17,5 km. 
 
Aðbúnaður:
 
Íbúðir
Svalir
Eldhúskrókur
Ísskápur/frystihólf
Uppvöskunarvél
Brauðrist
Kaffivél
Eldhúsborð og stólar
Gervihnattasjónvarp
DVD/CD
Þráðlaust net fyrir 1 tæki
Loftkæling / Kynding
Baðherbergi m.sturtu
Hárþurrka
Hreinlætisvörur
Þvottavél og þurrkari
Öryggishólf (aukagjald)
Útisundlaug
Sólbekkir
Sólhlífar
Jacuzzi
Sauna
Lyftur
Veitingarstaður/Bar
Sólarhringsmóttaka

Upplýsingar

Calle Antonio Machado, 25, 29640 Fuengirola, Málaga, Spánn

Kort