Benalmadena

Holiday World Polynesia er  4 stjörnu hótel sem,  mjög vel staðsett í Benalmádena Costa de Sol 

Einstaklega skemmtilegt fyrir fjölskyldur. Hótel og herbergi hafa verið hönnuð í skemmtilegum pólýneskum stíl.  
Rómaður strandklúbbur "Beach Club" með öldulaug, og skemmtidagskrá á daginn og á kvöldi, fyrir börn og fullorðna.
 
Gisting:
 
Junior svítur með hliðar sjávarsýn eða sjávarsýn  eru með svölum og jacuzzi potti, hámarksfjöldi í svíturnar eru
4 gestir. Herbergin er vel búin, með stór rúm, þráðlaust net, loftkæling/kynding, ísskápur, öryggishólf, flatskjár HD sjónvarp og sími.
Baðherbergin eru með sturtu, hárþurrku og hreinlætisvörur. Þrifið daglega og herbergisþjónusta er í boði (aukagjald)
 
Aðstaða/Afþreying: 
 
Það er ótrúlega mikið um að vera á þessu hóteli: Beach Club Holiday World,  aðgengilegur fyrir alla sem eru í "allt innifalið"  og
er með öldulaug, rennibrautum og hydro nuddi, Sport Center, þar sem hægt er spila fótbolt, tennis, spaðatennis (paddle) og
körfubolta, Fitness /líkamsrækt búin góðum tækjum, útisvið fyrir kvöldsýningar, leikjaherbergi t.d billiard og spilakassar, Papua
bíósalur, útisundlaug, snack bar og æfingar með skemmtikröftum, setustofa, Polynesia Lake, og yfir vatninu er brú og frá henni
er einstaklega fallegt útsýni yfir vatnið og Miðjarðarhafið. Bora Bora, lítil eyja með skjaldbökum, Polinesia Aviary fugla svæði með
30 tegundum af ástarfuglum (love birds) Easter Island eða Páskaeyja þar sem hægt er að ganga um og skoða Moai styttur.
Á hótelinu er þvottahús þar sem gestir geta skolað úr fötunum og einnig er minjagripa verslun á hótelinu.
 
Veitingar
 
Á hótelinu eru veitingastaðir og barir : 
 
Buffet Maeve Restaurant, hlaðborðsveitingar 
Polynesic Restaurant Ahim'a  
Oriental Uru Wok Restaurant
Tatau Snack bar
Tiki Snack Bar (sundlaugarbarinn)
 
Börnin:
 
Summer Campus, klúbbur er fyrir börn milli 4 - 13 ára (aukagjald)  er með leiðbeinanda í sporti og skemmtun fyrir börnin. (aðeins á sumrin)
Animation, leiksýning fyrir börn og fullorðna, Miniclub fyrir 3 - 12 ára, boltalaugar og rennibrautir (frítt ef gestir eru í "allt innifalið")
Mini-Monoi spa fyrir börnin , leikjaherbergi fyrir börn og fullorðna, barnaleiksvæði, og fuglagarðurinn og skjalbökueyjan.....og margt fleira.
 
 
Staðsetning: 
 
Frá Malaga flugvelli að hóteli eru 13, 8 km.
Hótelið er við strönd.
Vinsæl afþreying er golf og La Cala goflvöllurinn er í 13,1 km fjarlægð frá hóteli,  Tivoli World er í 4,6 km. fjarlægð, Torrequebrada
golf er í 3, 7 km. fjarlægð og Benalmadena Puerto Marina, smábátahöfnin er í 6,7 km. fjarlægð frá hóteli.
 
Aðbúnaður:
 
Junior svítur
Svalir með jacuzzi potti
Gervihnattasjónvarp HD
Baðherbergi 
Sturta/baðkar
Hárþurrka
Hreinlætisvörur
Loftkæling/Kynding
Ísskápur
Sími
öryggishólf
Herbergisþjónusta (aukagjald)
Útisundlaug
Líkamsrækt
Leikjaherbergi
Skemmtidagskrá
Barnaklúbbar
Þvottahús á hóteli
Sólarhringsmóttaka

Upplýsingar

Rotonda de los Elefantes, Av. del Sol, 195, 29630 Benalmádena, Málaga, Spánn

Kort