Benalmadena

Holiday World Riwo er stórt og prýðilegt  4 stjörnu íbúðahótel, staðsett í Benalmádena,  nálægt strönd  (500 m) frábært  fyrir barnafjölskyldur. 

Í boði eru Junior svítur með hliðar sjávarsýn.
 
Gisting:
 
Juníor svíturnar eru rúmgóðar, bjartar og með svölum.  Loftkæling, kynding (árstíðabundið) þráðlaust net, gervihnattasjónvarp HD, ísskápur, öryggishólf,  sími og
reykskynjari er á öllum herbergjum.  Baðherbergin eru með baðkar/sturtu, hárþurrku og hreinlætisvörur.  Hægt að óska eftir barnarúmi (babycot) 
herbergisþjónusta er í boði (aukagjald) Dagleg þrif. Athuga að netið getur verið hægt á álagstímum. 
 
Aðstaða/Afþreying
 
Á hótelinu eru 2 útisundlaugar og 1 innisundlaug.
Skemmtidagskrá fyrir alla aldurshópa - kynnið ykkur dagsskrána í gestamóttöku.  
Mjög góð líkamsræktarstöð með hlaupabrettum, þyngdar þjálfunarvélum, hjólum, handlóðum og sv. framvegis. 
Sérstök aðstaða er fyrir reiðhjólafólk, ef þarf að gera við hjólið eða hreinsa.
Í garðinum er hægt að slaka á í hengirúmi, fá sér eitthvað á snarl barnum. 
French Boules Court  býður upp á  aðstöðu fyrir margskonar boltaleiki.
Archery and Air riffle  æfingasvæði fyrir  skot- eða bogfimi. 
Leikjasalur fyrir börn og fullorðna, billiard, spilakassar og skemmtun, fótbolti, tennisvellir, spaðatennis og körfubolti, allskyns tómstundir inni sem úti.
Heilsurækt / Spa er á hótelinu og geta gestir notið ýmissa meðferða (aukagjald) Glæsilegt útsýni er frá háum og stórum gluggum heilsuræktarinnar.
Síðast en ekki síst  Beach Club Holiday World, jacuzzi nuddportar, öldusundlaug, vatnagarður með rennibrautir (aukagjald)
Athuga að hótelið býður upp á strætóferðir til að komast í Beach Club eða önnur World Resort hótel (interline bus)
 
Börnin:
 
Summer Campus - barnaklúbbur fyrir börn á aldrinum 4 - 12 ára, leikið með skemmtikröftum, spilað í boltalaug og rennt sér í rennibrautunum.
(aukagjald þarf að greiða fyrir barnaklúbbinn:  Summer Campus )
Minigolf og íþróttastarf. Í Paco´s Garden geta börnin fengið fræðslu um hvernig plöntur vaxa.    Archery and Air riffle æfingasvæði fyrir skot- og bogfimi (táningar). Börnin geta látið taka mynd af sér með lukkudýrunum á hótelinu, Holi, Worldy og Lolítu og eiga sem minjagrip.
Leiksvæði er fyrir börnin, leikjasalur fyrir börn og fullorðna.
 
Veitingar:
 
The Gallery Buffet veitingarstaðurinn býður  upp á hlaðborð fyrir  morgunverð, hádegisverð og kvöldverð:
Opnunartímar: morgunverður  kl. 08.00 - 10.30  hádegisverður kr. 13.00 - 15.00 og kvöldverður
frá kl. 19.20 - 21.30
 
Chic Bar, koktail bar  - opinn frá kl. 19.00 til miðnættis
Jalapa Chambao Snack Bar :  sundlaugarbarinn  - snarl og drykkir.
 
Staðsetning:
 
Frá Malaga flugvelli að hóteli eru um það bil 13,8 km.
Strendur: Playa de Tajo de la Soga: 100 m, Playa de la Morera 300 m., og Carvajal Beach 300 metrar en þar er hægt að stunda sund og vatnaíþróttir (aukagjald )
Áhugaverðir staðir eru t.d. : Palza de Espana torgið 2,3 km., Torregquebrada Gold, 3, 1 km, Tivoli World skemmtigarðurinn er
í 4,6 km fjarlægð og Benalmadena Puerto Marina smábátahöfnin er í 6,7 km fjarlægð frá hótelinu.
 
 
Aðbúnaður:
 
Junior suite hliðar sjávarsýn
Svalir
sófi
Eldhúskrókur með ísskáp
Gervihnattasjónvarp
Þráðlaust net (WiFI)
sími
Reykskynjari
Baðherbergi
Baðkar/sturta
Hárþurrka
Hreinlætisvörur
Öryggishólf
Loftkæling/kynding
Dagleg þrif
Útisundlaugar
Innisundlaug
Sólbaðsaðstaða
Sólbekkir
Sundlaugarbar
Veitingastaður
Barir
Líkamsrækt
Heilsulind/spa (aukagjald)
Beach Club ( aukagjald)
Leikjaherbergi
Barnadagskrá
Barnakúbbur (aukagjald)
Skemmtidagskrá
 Þvottahús (self service)  
Sólarhringsmóttaka

Upplýsingar

Manada de Elefantes, Av. del Sol, 195, 29630 Benalmádena, Málaga, Spánn

Kort