Marbella

Aparthotel Monarque Sultán er 4 stjörnu íbúðahótel, staðsett við eitt vinsælasta svæði Marbella, Sierra Blanca. 

Íbúðirnar eru með einu svefnherbergi,  velútbúnar með eldhúskrók, stór verönd með borði og sólbekkjum, inni og útisundlaugar,  fallegan suðrænan garð, heilsulind og líkamsrækt. 
Hótelið er um 150 metra frá strönd þar sem hægt er að njóta útsýnis út á haf og upp til Sierra Blanca fjallanna.
Hægt er að óska eftir íbúð með tveimur svefnherbergjum.
 
Gisting:
 
Íbúðir með einu svefnherbergi eru 60 fm. að stærð og íbúðir með tveimur svefnherbergjum eru 90 fm að stærð,  íbúðirnar eru með svalir, garðhúsgögn og dásamlegt útsýni yfir strendur Marbella.  Vel útbúnar, með gervihnattasjónvarp, þráðlaust net, loftkælingu og öryggishólf.  
Eldhúsið er með ofn, brauðrist, grill, uppþvottavél, ísskáp og þvottavél.
 
Aðstaða:
 
Hótelið er útisundlaug með jacuzzi og barnalaugin  er 40cm djúp.
Sólbekkir og sólhlífar eru við sundlaugina.
Heilsulind / vellíðunaraðstaða og líkamsræktaraðstaða eru á hótelinu, setustofa er í gestamóttöku, með þægilegum stólum, sjónvarpi ,með útsýni yfir sundlaugina. 
Minja gripaverslun er á hótelinu.  Bílastæði eru á hótelinu (aukagjald)
 
Fyrir börnin:
 
Barnalaug og barnaklúbbur ( 3 ára og eldri) barnaklúbburinn er opinn á sumrin.
 
Veitingar:
 
Buffet restaurant: veitingastaður og býður upp á glæsilegt hlaðborð.
Cafe eða kaffibar er á hótelinu með útsýni yfir sundlaugina. þar fást  Tapas réttir, samlokur og drykkir.  Á kaffibarnum er svið þar sem kvöldskemmtanir fara fram. 
 
Staðsetning: 
 
Frá Malaga flugvelli að hóteli eru 41 km.
Nálægar strendur: La Fontanilla Beach, 250 metrar og  Casablanca Beach, 300 m.,
El Faro Beach  er í 700m fjarlægð frá hótelinu  -  þar er hægt að synda og stunda vatnaíþróttir.
Næsti golfvöllur er Monte Paraiso Golf og er völlurinn  í 1,1 km fjarlægð frá hóteli.
La Canada Shopping Center er í 2,7 km. fjarlægð frá hótelinu.
Benalmádena í í 30 mín.akstursfjarlægð frá hótelinu og þar er að finna vatnagarð og þema garða.
 
Aðbúnaður:
 
Íbúðir
Svalir
Garðhúsgögn
Sófi
Loftkæling
Þráðlaust net
Gervihnattasjónvarp
Sími
Eldhús
Ísskápur
Þvottavél
Uppþvottavél
Baðherbergi
Baðkar/sturta
Hárþurrka
Hreinlætisvörur
Bar 
Veitingastaður
Sundlaug
Barnalaug
Barnaklúbbur
Líkamsrækt
Heilsulind/spa
Setustofa
Sólbaðs aðstaða
Sólbekkir
Sólhlífar
Jacuzzi
Sauna
Dagleg þrif
Sólarhringsmóttaka
 

Upplýsingar

Calle Arturo Rubinstein, s/n, 29600 Marbella, Málaga, Spánn

Kort