Fuengirola

Occidental Fuengirola hótelið er glæsilegt  4 stjörnu hótel, nýuppgert  í hjarta Costa del Sol. Staðsett við göngugötuna sem liggur meðfram ströndinni og stutt að fara í miðbæinn þar sem finna má úrval af  veitingarhúsum, börum og verslunum. Svæðið er í nálægð við golfvelli og ekki  langt að fara til að skoða áhugaverðar borgir Andalúsíu.

 
Gisting:  
 
Í boði eru Superior herbergi, superior herbergi með hliðarsjávarsýn og Junior svítur með sjávarsýn.  Herbergin eru björt og rúmgóð, parket á gólfum og flest með útsýn yfir hafið og iðandi mannfjöldann á ströndinni.
Á herbergjum er loftkæling, þráðlaust net, sjónvarp, minibar, sími og öryggishólf. Baðherbergi eru með sturtu, hárþurrku og hreinlætisvörur.
 
Aðstaða/Afþreying:
 
Í hótelgarðinum eru 2 sundlaugar og mjög góð  sólbaðs aðstaða með sólbekkjum og sólhlífum.
Líkamsræktar aðstaða er rétt hjá sundlauginni.
 
 
Veitingar:
 
 Á hótelinu er 4 staðir þar sem hægt er að fá veitingar, Buffet - hlaðborðs veitingar, Lobby bar er með a la carte, Snarl bar Pizina og Arrozante veitingarstaðurinn sem er með frábæran matseðil með Miðjarðar
hafs sérréttum.
 
Staðsetning:
 
Frá Malaga flugvelli að hóteli eru 19,9 km., næsta strönd er í 50 metra fjarlægð frá hóteli, Miramar verslunarmiðstöðin er í 0.7 km fjarlægð og Mijas Golf er í 4.1 km fjarlægð frá hóteli.
 
Aðbúnaður:
 
Tveggja manna herbergi og svítur
Svalir
Sjónvarp
Sími
Loftkæling
Öryggishólf
Þráðlaust net
Baðherbergi
Sturta
Hárþurrka
Hreinlætisvörur
Sundlaugar
Sólbaðs aðstaða
Líkamsrækt
Veitingastaðir
Barir
Lyfta
Sólarhringsmóttaka
 

Upplýsingar

Calle Miguel Márquez, 43, 29640 Fuengirola, Málaga, Spánn

Kort