Benalmadena

Best Triton er mjög gott 4 stjörnu hótel, einstaklega vel staðsett við strönd. Hótelið er rétt um  200 metra frá Torre Bermeja ströndinni og smábátahöfninni Benalmádena Puerto Marina þar sem finna má  frábæra veitingarstaði og bari. Herbergi hótelsins eru björt og nútímaleg með stórum rúmum.

 
Gisting:
 
Herbergin hafa eru tiltölulega nýuppgerð og eru nútímaleg. Herbergin eru með 2 stór rúm (queen size) öll herbergi eru  með svalir, gervihnattasjónvarp, þráðlaust net, minibar, loftkælingu og öryggishólf.  
Baðherbergin eru með baðkar/sturtu,  hárþurrku og hreinlætisvörur. 
 
Aðstaða/Afþreying
 
Útisundlaug fyrir fullorðna og börn, líkamsrækt og sólbaðs aðstaða með sólbekkjum og sólhlífum.
Spa er á hótelinu, hárgreiðslustofa og snyrtistofa og heitir pottar (aukagjöld)
Á háannatíma er boðið upp á kvöldskemmtanir og skemmtidagskrá fyrir börn þar sem Hugo lukkudýrið skemmtir börnunum.
 
Veitingar
 
Buffet restaurant - hlaðborðs veitingastaður sem er  opinn fyrir morgunverð milli kl. 08.00 - 10.30 hádegisverð frá kl. 13.30 - 15.00 og kvöldverð frá kl. 18.30 - 21.30  Á kvöldin verða herrar að mæta í síðbuxum ( ekki má mæta í stuttbuxum og strandfatnaði)
Kaffibar er á hótelinu og bar í setustofu. 
 
Fyrir börnin:
 
Á háannatíma er boðið upp á dag og kvöldskemmtanir með lukkudýrinu "Hugo"
 
Staðsetning:
 
Frá Malaga flugvelli að hóteli eru 9.1 km.
Benalmádena Puerto Marina smábátahöfnin er í 600 m. fjarlægð, Malapesquera Beach er í 100 metra fjarlægð.
La Carihuela Beach, þar sem hægt er að stunda vatnaíþróttir er í 750 metra fjarlægð.
 Tivoli World er í 1, 9 km fjarlægð og Aqualand Torremolinos vatnagarðurinn er í 3,3 km fjarlægð.
 
Aðbúnaður:
 
Tveggja manna herbergi
stór rúm
Svalir
Garðhúsgögn
Loftkæling
Baðherbergi
Baðkar/sturta
Hárþurrka
Hreinlætisvörur
Öryggishólf
Minibar
Útisundlaug
Grunn laug
Sólbaðs aðstaða
Strandhandklæði
Sólbekkir og sólhlífar
Heilsulind - spa (aukagjald)
Heitir pottar (aukagjald)
Líkamsrækt
Hjólaleiga (aukagjald)
Gufubað (aukagjald)
Veitingastaður
Barir
Skemmtidagskrá
Sólarhringsmóttaka

Upplýsingar

Av. Antonio Machado, 29, 29630 Benalmádena, Málaga, Spánn

Kort