Benalmadena

Hotel Best Benalmádena er gott 4 stjörnu fjölskyludhótel, staðsett í strandbænum Benalmádena um 150 m., frá strönd. Hótelið býður upp á góða þjónustu,snyrtileg herbergi með stórum rúmum og svalir eða verönd með  hliðar sjávarsýn. Á hótelinu er útisundlaug, heilsulind, líkamsrækt,  barnalaug,  barnaklúbbur og barnaleiksvæði.

Gisting:
 
Í boði er standard tveggja manna herbergi með stórum rúmum,  svölum eða verönd og  hliðar sjávarsýn. 
Herbergin eru með loftkælingu og kyndingu,  síma, gervihnattasjónvarp, þráðlaust net, minibar (aukagjald) og öryggishólf (aukagjald)
Baðherbergin eru með baðkar/sturtu, hárþurrku og hreinlætisvörur.
 
Aðstaða/Afþreying:
 
Á hótelinu eru tvær ferskvatns sundlaugar, umkringdar görðum og sólarverönd, og gegn aukagjaldi er hægt að
fara í heilsulind hótelsins sem er með heita potta, gufubað, tyrkneskt bað og líkamsrækt.
Gegn gjaldi er hægt að leigja hjól. fara í borðtennis eða spila billiard. 
Strandhandklæði eru hægt að fá gegn tryggingu.(deposit)
 
Fyrir börnin:
 
Barnalaug, barnaklúbbur fyrir 5 ára og eldri,  og barnaleiksvæði.
 
Veitingar:
 
Buffet restaurant:  hlaðborðs veitingarstaðurinn er opinn fyrir morgunverð  frá kl. 07.30 - 10.30, hádegisverður
er frá kl. 13.00 - 15.30 og kvöldverður er frá kl. 19.30 - 22.00  
Í kvöldverð má ekki mæta í stuttbuxum eða strandfatnaði, herrar verða að vera í síðbuxum. (formal clothing) 
Snarlbar er á hótelinu og kaffibar og sundlaugarbar.
 
Staðsetning:
 
Frá Malaga flugvelli að hóteli eru 11,1 km. 
Tivoli skemmtigarðurinn er í 2 km. fjarlægð frá hóteli, Benalmadena golf er í 2,9 km fjarlægð , Benalmádena
Puerto Marina smábátahöfnin er í 2,8 km fjarlægð, þar eru mjög góðir veitingastaðir og barir og Aqualand
Torremolinos vatnagarðurinn er í 5,4 km. fjarlægð frá hótelinu.  Fjarlægð frá miðbæ 2,5 km.
 
Aðbúnaður:
 
Tveggja manna herbergi
Hliðar sjávarsýn
Svalir eða verönd
Stór rúm
Þráðlaust net
Gervihnattasjónvarp
Sími
Baðherbergi
Baðkar/sturta
Hárþurrka
Hreinlætisvörur
Loftkæling
Minibar (aukagjald)
Öryggishólf (aukagjald)
Útisundlaug
Heilsulind (aukagjald)
Líkamsrækt (fullorðnir)
Barnaklúbbur
Barnalaug
Barnaleiksvæði
Leikjaherbergi
Lyfta
Sólarhringsmóttaka
 

Upplýsingar

Avenida del Sol, s/n, 29630 Benalmádena, Málaga, Spánn

Kort