Marbella

Senator Marbella Spa hotel er mjög gott 4 stjörnu hótel. Frá hótelinu er  frábært útsýni yfir hafið og er hótelið staðsett aðeins 300 metra frá Guadalpin ströndinni í hjarta Marbella á svokallaðri Gullnu mílu, sem er eitt  besta svæði Andalúsíuborgar.

Marbella var gamall fiskibær en er nú lúxus áfangastaður sem státar af 15 golfvöllum og ekki spillir veðrið þar sem meðalhitastig svæðisins  er 16° - 30°
 
Gisting: 
 
Herbergin eru rúmgóð, björt og nútímaleg, með loftkælingu, viftu, gervihnattasjónvarp, síma,
minibar (aukagjald) og öryggishólf (aukagjald). Þráðlaust net er á öllu hótelinu.
Baðherbergi eru með sturtu/baðkar, hárþurrku og hreinlætisvörur. 
Ekki er hægt að fá aukarúm í herbergin nema ungbarnarúm.
 
Aðstaða/Afþreying:
 
Ekki má missa af því að prófa Senzia Marbella Spa & Wellnes  heilsulindina þar sem hægt er að  láta dekra við líkama og sál  með
allskyns nuddi og líkamsfegrunar meðferðum - þar er einnig tyrkneskt bað, indversk-rómversk böð, ávaxtalaug og steinlaug (aukagjald fyrir aðgang og allar meðferðir.)
svo eitthvað sé nefnt.  Á hótelinu er útisundlaug og 2 jacuzzi pottar upp á þakverönd hótelsins ásamt sólarverönd þar sem eru sólbekkir og sólhlífar.
hægt er að fá strandhandklæði gegn tryggingu.  Líkamsræktar aðstaða er á hótelinu.
Marmara göngustígur liggur meðfram gullnum sandi sjávarsíðunnar  sem er ein fallegasta í Evrópu og þar eru barir og lúxus
veitingastaðir.  Puerto Banús er smábátahöfn í Marbella, fræg fyrir lúxussnekkjur, hönnunarverslanir og alþjóðlega veitingastaði
og er aðeins 7.9 km frá hótelinu.
 
Börnin: 
 
Hægt er að fá vöggu/ungbarnarúm án gjalds en verður að panta fyrir fram.
 
Veitingar:
 
Á veitingastað hótelsins er mjög gott morgunverðarhlaðborð með yfir 100 vörutegundum ásamt  Nespresso kaffi og ávaxtasafa
Veitingastaðurinn býður líka upp á kvöldverðarhlaðborð, með spænskum og alþjóðlegum réttum, 
Athuga að herrar verða að vera í síðbuxum á kvöldin.
 
Staðsetning:
 
Malaga flugvöllur er í 41.3 km fjarlægð frá hótelinu, La Canada verslunarmiðstöðin er í 2,9 km fjarlægð
Monte Paraiso Golf er í 1 km. fjarlægð, og hinn vinsæli La Cala golfvöllurinn er í 16.6 km. fjarlægð
Casablance Beach er í 400 m. fjarlægð og El Faro Beach þar sem hægt er að stunda vatnaíþróttir er
í 1 km. fjarlægð.
 
Aðbúnaður:
 
Tvíbýli/einbýli
Junior suites
Svalir 
Gervihnattasjónvarp
Google Chromecast
Þráðlaust net
Baðherbergi
Hárþurrka
Hreinlætisvörur
Öryggishólf (aukagjald)
MInibar (aukagjald)
Loftkæling
Vifta
Útisundlaug
Sólbekkir
Sólhlífar
Strandhandklæði (trygging)
Veitingastaður 
Bar
Einkabílastæði (aukagjald)
Sólarhringsmóttaka

Upplýsingar

Alfonso de Hohenlohe, Parcela 97 29600 Marbella Spain

Kort