Torremolinos
Hótel Puente Real er staðsett í hjarta Costa del Sol, í 20 mínútna göngufæri við miðbæinn, 30 metrar í strönd  og 10 mín í næsta golfvöll Parador Málaga Golf. Á hótelinu er fjölbreytt skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna og barnaklúbbur fyrir 4 - 12 ára. 
 
Hótelið getur einnig aðstoðað og upplýst gesti um skoðunarferðir til Marbella, Malaga og Fuengirola.
 
 
Gisting:
 
Herbergin eru snyrtileg, litrík og einföld og með svölum. Á herbergjum er sími, sjónvarp (flatskjár), loftkæling ( á tímabilinu 15.06 - 15.09) ísskápur,
öryggishólf (aukagjald) net-tenging (aukagjald) og baðherbergi með baðkari , hárþurrku og hreinlætisvörur.
 
 
Aðstaða/Afþreying
 
Í hótelgarðinum eru 2 útisundlaugar og góð sólbaðs aðstaða með sólbekkjum. Líkamsræktar aðstaða er á hótelinu og hægt er að stunda ýmsar íþróttir svo sem
7 manna fótbolta, tennis, ping pong, bogfimi, blak,  pílu, þolfimi og vatnaleiki.  Í nágrenni hótels er hægt að æfa golf, fara í hestaferðir, siglingar, köfun eða veiði.
Skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna á daginn sem og á kvöldin.
Playamar ströndin er í 30 metra fjarlægð frá hóteli og þar er hægt að stunda vatnaíþróttir og synda.  Snarl og drykki er hægt að kaupa á ströndinni.
 
 
Börnin:
 
Barnaklúbbur fyrir 4 - 12 ára (frítt)  skemmtidagskrá og  barnalaug.
 
 
Veitingar: 
 
Hlaðborð: gisting er seld með allt innifalið og eru eingöngu innifaldar veitingar í hlaðborðssalnum, hámark 2 drykkir og 2 diskar af mat per mann per máltíð.
Aðrir veitingastaðir og barir á hótelinu eru:  Italian La Farfalla, ítölsk matreiðsla, Be Blue LoungeBar & Restaurant, sem bjóða upp á Fusion rétti og hægt er að vera út á 
verönd  á kvöldin með huggulegan drykk og útsýni yfir hafið. Pool Bar, sundlaugarbar sem selur drykki, samlokur og ís og Coffee Lounge þar sem hægt er að hvíla sig
eftir eftir langan dag i þægilegum sófum og fá sér kaffi eða te.
 
 
Staðsetning: 
 
Frá Malaga flugvelli að hóteli eru 4.2 km.,  Plaza Mayor Malaga verslunarmiðstöðin er í 2.1 km fjarlægð frá hóteli, Aqualand Torremolinos vatnagarðurinn er í 2.5 km. fjarlægð og Plaza del Sol torgið er í 1.9 km fjarlægð.
 
 
Aðbúnaður:
 
Tvíbýli/einbýli
með eða án sjávarsýn
Svalir
Sjónvarp
Sími
Ísskápur
Öryggishólf (aukagjald)
Wi-Fi net    (aukagjald)
Loftkæling (  15.06 - 15.09)
Baðherbergi
Baðkar
Hárþurrka
Hreinlætisvörur
Veitingastaðir
Kaffibar
Útisundlaugar
Sundlaugarbar
Líkamsrækt
Skemmtidagskrá
Barnadagskrá
Barnaklúbbur
Sólarhringsmóttaka
 

Upplýsingar

Paseo Marítimo 79 29620 Torremolinos (Málaga)

Kort