Benalmadena

Hotel Alay er einkar vel staðsett 4 stjörnu hótel, eingöngu fyrir 16 ára og eldri, aðeins 50 metra frá strönd  og í léttu göngufæri við Puerto Marina í Benalmádena.

Hér er tilvalið að njóta einstakrar upplifunar á einum helsta ferðamannastað Costa del Sol. 

 
Gisting: 
 
Herbergin eru rúmgóð, björt og nútímalega innréttuð, á herbergjum er loftkæling, þráðlaust net, og gervihnattasjónvarp. 
Baðherbergin eru með hárþurrku og hreinlætisvörur. Svalir með húsgögnum.
 
Aðstaða(Afþreying:
 
Hótel Alay er með þrjár sundlaugar og 2 jacuzzi potta, sólbekki og sólhlífar.
Heilsulind er á hótelinu sem býður upp á nudd, andlitsnyrtingu, hand og fótsnyrtingu. (aukagjald)
Ef gestir vilja viðhalda æfinga rútínu sinni  þá er góð líkamsræktar aðstaða á hótelinu.
Malapesquera Beach klúbburinn tilheyrir hótelinu og þar er hægt er að fá leigða sólbekki á ströndinni (aukagjald)
 
 
Veitingar:
 
Alay veitingarstaðurinn býður upp á mjög gott morgunverðar hlaðborð og á kvöldin eru þeir með spænska og alþjóðlega rétti. Á sundlaugarbarnum er hægt að fá salat, samlokur,  hamborgara og/eða fá sé koktail án þess að þurfa að fara upp úr jacuzzi pottinum. Sport barinn er opinn síðdegis og fram á kvöld ef gestir vilja fylgjast með golfmótum og allskonar íþróttaviðburðum í gegnum þær gervihnattarásir sem hótelið er með.
 
Staðsetning:
 
Frá Malaga flugvelli að hóteli eru 8 km., Malaga miðbærinn er í 12 km. fjarlægð frá hóteli. Puerto Marina í Benalmádena er í 0.4 km. fjarlægð og Malapesquera Beach er í 150 m. fjarlægð. La Carihuela Beach er í 450 m fjarlægð, þar er hægt að stunda vatnaíþróttir, brimbretti, sund og 
kaupa snarl og drykki.
 
Aðbúnaður:
 
Tvíbýli/einbýli
Junior suites
Svalir/verönd
Baðherbergi
Hárþurrka
Hreinlætisvörur
Loftkæling
Útisundlaugar
Jacuzzi
Sólbaðs aðstaða
Sólbekkir og sólhlífar
Sundlaugarbar
Heilsulind (aukagjald)
Líkamsrækt
Veitingastaður
Barir
Bílastæði (aukagjald)
Sólarhringsmóttaka

Upplýsingar

Avenida de Alay, 5 29630, Benalmádena, Málaga

Kort