Estepona

Senator Banús Spa Hotel er glæsilegt 5 stjörnu lúxushótel, eingöngu fyrir 18 ára og eldri, staðsett  í Estepona hverfinu, í rólegu og einkar fallegu umhverfi á Costa del Sol umkringt hvítum húsum og fallegum görðum. Hótelið er í 15 mínútna göngufjarlægð frá strönd og kringum 30 mín aksturfjarlægð frá Marbella.

Skemmtileg hönnun er á útliti hótelsins sem líkist einna helst skemmtiferðaskipi. 

Glæsilega hönnuð rými innan hótelsins og útsýni frá hótelinu gera dvöl gesta ógleymanlega.
 
Gisting:
 
Herbergin eru rúmgóð, björt og með svölum eða verönd. Stór rúm er á herbergjum (King) , parket gólf, loftkæling, straujárn, öryggishólf, sjónvarp, sími, minibar (aukagjald) og frítt þráðlaust internet.  Baðherbergin eru baðkari/sturtu, snyrtispegil, hárþurrku og hreinlætisvörur.
Hægt er að óska eftir herbergi með sjávarsýn  og einnig er hægt að óska eftir gistingu í svítum eða einbýli.
 
Aðstaða/Afþreying:
 
Á hótelinu eru garðsvæði með gróskumiklum trjám, tvær útisundlaugar með góða sól baðsaðstöðu, sólbekki og sólhlífar.
Senator Banús Spa og Wellness er ein besta heilsulind á Costa del Sol og státar af nær 700 fermetra svæði, þar sem finna má, gufubað, tyrkneskt gufubað og  hypersaline pool/laug, með vatni frá Mar Menor, sem er mjög gagnleg við meðferð sjúkdóma og vöðvaverkja, slökunarsundlaug með nuddi og foss og ýmisleg fleira er í boði til að njóta.
Sjö meðferðar- og snyrtistofur eru í heilsulindinni.
 Allskyns afþreying er fyrir gesti, t.d. námskeið í gerð koktaila,  dans námskeið (bachata, salsa, merengue) nuddnámskeið, borðtennis og aðrar íþróttir.
 
Veitingar:
 
Á hótelinu eru tveir veitingastaðir, hlaðborðs veitingasalur sem býður upp á Miðjarðarhafs rétti og alþjóðlega matargerð í sal með stórum gluggum og útsýni yfir sundlaugina.
Morgunverðar hlaðborðið er í hæsta gæðaflokki, nýbökuð brauð, sætabrauð, Nespresso kaffi, nýpressaður appelsínusafi og matreitt er fyrir gesti, t.d. eggjahræra, steikt egg, bacon og eggjakökur.
Einnig er A la Carte veitingastaður á hótelinu, sundlaugarbar, píanóbar á verönd sem er með mjög góðan vín/koktail lista.
Herbergisþjónusta er í boði allan sólarhringinn gegn gjaldi.
 
Staðsetning og næsta nágrenni:
 
Hótelið er staðsett á New Golden Mile sem er ein fallegasta strandlengja á Costa del Sol. Í göngufæri við hótelið er t.d. Pleya de Casasola-Atalaya, 9 mín. ganga, El Paraiso Golfklúbburinn, 30 mín. ganga, Club Tenis Bel Air, 31 mín. ganga.
Frá Malaga flugvelli að hóteli er 44 mín. akstur., 
 
Aðbúnaður:
 
Deluxe tvíbýli
Deluxe einbýli
Svítur með dagstofu
Svalir
Sjónvarp
Sími
Þráðlaust net (frítt)
Baðherbergi
Baðkar/sturta
Hárþurrka
Snyrtispegill
Hreinlætisvörur
Öryggishólf
Loftkæling/kynding
Útisundlaugar
Sólbaðsaðstaða
Sólbekkir
Sólhlífar
Heilsulind SPA (aukagjald)
Veitingasalir
Barir
Herbergisþjónusta (aukagjald)
Þvottaþjónusta (aukagjald)
 

Upplýsingar

Urb. Benamara, Crta N 340 KM 168 29680 Puerto Banus - Estepona Malaga Spain

Kort